„Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:00 Friðrik Larsen. Vísir/Vilhelm „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. „Í því samhengi er kannski gaman að nefna að frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings en náð afar vel til síns marhóps,“ segir Friðrik. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun, er fjallað um valið á Bestu íslensku vörumerkjunum 2020. Í þessari fyrri grein af tveimur er rætt við Friðrik Larsen, formann valnefndar og dósent við Háskóla Íslands. Þessi vörumerki eru tilnefnd Við val á bestu vörumerkjunum er vörumerkjum skipt í vörumerki á fyrirtækjamarkaði annars vegar en á einstaklingsmarkaði hins vegar . Þá er flokkað eftir stærð fyrirtækja, 50 starfsmenn eða fleiri og 49 starfsmenn eða færri hins vegar. Friðrik segir skýringuna á því hvers vegna flokkað er eftir stærð fyrirtækjanna vera þá að taka þarf tillit til þess hvaða markaðslega bolmagn fyrirtækin hafi. Minni fyrirtæki hafa takmarkaðar auðlindir og því kannski ekki jöfn tækifæri á að leggja jafn mikið í markaðsstarf og þau stærri. Því er sanngjarnara að ámóta fyrirtæki keppi hvort við annað. Þá er eðlismunur á markaðsstarfi fyrirtækja á neytandamarkaði og fyrirtækjamarkaði sem þýðir að það er erfiðara að bera saman vörumerki á milli þessara markaða“ segir Friðrik. Tilnefnd vörumerki eru: Á fyrirtækjamarkaði þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Controlant, Marel, Meniga, Nox Medical, Origo. Á fyrirtækjamarkaði þar sem starfsmenn eru 49 eða færri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Akadiamas, Alfreð, Brandenburg, Múrbúðin, Payday. Á einstaklingsmarkaði þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: 66°Norður, Byko, Elko, Heimkaup.is, Íseyskyr, Krónan, Lyfja, Nettó, Nova, Síminn. Á einstaklingsmarkaði þar sem starfsmenn eru 49 eða færri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Arna, Blush, Brauð & co, Brikk, Eldum rétt, Feel Iceland, Good good, Húrra Reykjavík, Hlemmur Mathöll, Omnom. Friðrik segir bestu vörumerkin ekki endilega vera þau sem eru þekktust meðal almennings eða mest auglýst.Vísir/Vilhelm Fjórir þættir veigamestir Matið á vörumerkjunum byggir á staðfærslu vörumerkjanna og viðskiptamódeli þeirra. Það er hin svo kallaða brandr vísitala sem mælir staðfærslu vörumerkjanna, en þessi vísitala hefur verið í þróun síðastliðin sjö ár og er hönnuð til þess að vera lögð fyrir viðskiptavini, eða að lágmarki einstaklinga sem þekkja mjög vel til, þess vörumerkis sem verið er að mæla. Vísitalan mælir staðfærslu vörumerkja á eftirfarandi fjórum þáttum: Aðgreiningu á markaði Markaðshlutun Ímynd og skynjun Sjálfbærni og umhverfi Til útskýringar á því hvað staðfærsla er, segir Friðrik staðfærslu vera þá það markaðsstarf tengt vörumerkjum sem aðgreinir fyrirtæki eða vöru frá samkeppnisaðilum. Í sinni einföldustu mynd verður þú að aðgreina þig frá samkeppnisaðilum í sama flokki. Tökum gosdrykki sem dæmi. Við höfum val um tugi tegunda en hvað stjórnar kaupákvörðun? Það er oftast vörumerkið og þá hvernig tiltekið vörumerki er staðfært í huga okkar. Það sést nefnilega hverjir drekka Egils Kristal. Tökum annað dæmi úr flutningum. Skipafélögin staðfæra sig hvort á móti öðru en svo flækir það myndina að þau eru jafnframt keppa við flutninga á landi sem og flugfrakt. Erlend fyrirmynd og fjölmenn dómnefnd Við val á Bestu vörumerkjunum 2020 í neytendaflokki hefur dómnefnd 50% vægi, brandr vísitalan 40% vægi og hlutlaus viðhorfahópur 10%. Sá hópur samanstendur af úrtaki um tvö þúsund einstaklinga sem endurspegla íslensku þjóðina með nokkrum ágætum. Í dómnefndinni sitja 54 einstaklingar sem ýmist eru úr atvinnulífinu eða fræðimannasamfélaginu. Nokkur breyting hefur þó orðið á dómnefndinni til að forðast hagsmunaárekstra. Þannig háttar til að í dómnefnd sátu nokkrir sem vinna fyrir þau fyrirtæki sem á endanum voru tilnefnd. Þeir þurftu því að víkja og aðrir hlutlausir að koma í staðinn. Samhliða var nýr formaður dómnefndar skipaður. Hefur viðurkenning sem þessi verið veitt áður á Íslandi? „Nei, þetta hefur ekki verið gert áður. Á Íslandi hafa verið veittar viðurkenningar af ýmsu tagi og byggðar á margskonar aðferðafræði. Valið á Bestu Íslensku vörumerkjunum er miklum mun umfangsmeira en áður hefur tíðkast. Það er við hæfi því oft byggist verðmæti fyrirtækja á vörumerkinu þeirra. Ekki efnislegum eignum heldur þeirri hlutdeild sem vörumerkið á í huga fólks. Því verður að vanda til verka við valið.“ segir Friðrik. Hann bætir við að aðferðarfræðin sé meðal annars byggð á vali á bestu vörumerkjum bestu orkufyrirtækja veraldar en þau hefur hann valið síðustu fimm ár í gegnum CHARGE ráðstefnuna. . Að sögn Friðriks standa vonir um að viðurkenningin verði árleg hér eftir. „Miðað við viðbrögðin frá dómnefnd og tilnefndum fyrirtækjum þá erum við bjartsýn að svo verði.“ Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Í því samhengi er kannski gaman að nefna að frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings en náð afar vel til síns marhóps,“ segir Friðrik. Í Atvinnulífinu á Vísi í dag og á morgun, er fjallað um valið á Bestu íslensku vörumerkjunum 2020. Í þessari fyrri grein af tveimur er rætt við Friðrik Larsen, formann valnefndar og dósent við Háskóla Íslands. Þessi vörumerki eru tilnefnd Við val á bestu vörumerkjunum er vörumerkjum skipt í vörumerki á fyrirtækjamarkaði annars vegar en á einstaklingsmarkaði hins vegar . Þá er flokkað eftir stærð fyrirtækja, 50 starfsmenn eða fleiri og 49 starfsmenn eða færri hins vegar. Friðrik segir skýringuna á því hvers vegna flokkað er eftir stærð fyrirtækjanna vera þá að taka þarf tillit til þess hvaða markaðslega bolmagn fyrirtækin hafi. Minni fyrirtæki hafa takmarkaðar auðlindir og því kannski ekki jöfn tækifæri á að leggja jafn mikið í markaðsstarf og þau stærri. Því er sanngjarnara að ámóta fyrirtæki keppi hvort við annað. Þá er eðlismunur á markaðsstarfi fyrirtækja á neytandamarkaði og fyrirtækjamarkaði sem þýðir að það er erfiðara að bera saman vörumerki á milli þessara markaða“ segir Friðrik. Tilnefnd vörumerki eru: Á fyrirtækjamarkaði þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Controlant, Marel, Meniga, Nox Medical, Origo. Á fyrirtækjamarkaði þar sem starfsmenn eru 49 eða færri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Akadiamas, Alfreð, Brandenburg, Múrbúðin, Payday. Á einstaklingsmarkaði þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: 66°Norður, Byko, Elko, Heimkaup.is, Íseyskyr, Krónan, Lyfja, Nettó, Nova, Síminn. Á einstaklingsmarkaði þar sem starfsmenn eru 49 eða færri, eru eftirfarandi vörumerki tilnefnd: Arna, Blush, Brauð & co, Brikk, Eldum rétt, Feel Iceland, Good good, Húrra Reykjavík, Hlemmur Mathöll, Omnom. Friðrik segir bestu vörumerkin ekki endilega vera þau sem eru þekktust meðal almennings eða mest auglýst.Vísir/Vilhelm Fjórir þættir veigamestir Matið á vörumerkjunum byggir á staðfærslu vörumerkjanna og viðskiptamódeli þeirra. Það er hin svo kallaða brandr vísitala sem mælir staðfærslu vörumerkjanna, en þessi vísitala hefur verið í þróun síðastliðin sjö ár og er hönnuð til þess að vera lögð fyrir viðskiptavini, eða að lágmarki einstaklinga sem þekkja mjög vel til, þess vörumerkis sem verið er að mæla. Vísitalan mælir staðfærslu vörumerkja á eftirfarandi fjórum þáttum: Aðgreiningu á markaði Markaðshlutun Ímynd og skynjun Sjálfbærni og umhverfi Til útskýringar á því hvað staðfærsla er, segir Friðrik staðfærslu vera þá það markaðsstarf tengt vörumerkjum sem aðgreinir fyrirtæki eða vöru frá samkeppnisaðilum. Í sinni einföldustu mynd verður þú að aðgreina þig frá samkeppnisaðilum í sama flokki. Tökum gosdrykki sem dæmi. Við höfum val um tugi tegunda en hvað stjórnar kaupákvörðun? Það er oftast vörumerkið og þá hvernig tiltekið vörumerki er staðfært í huga okkar. Það sést nefnilega hverjir drekka Egils Kristal. Tökum annað dæmi úr flutningum. Skipafélögin staðfæra sig hvort á móti öðru en svo flækir það myndina að þau eru jafnframt keppa við flutninga á landi sem og flugfrakt. Erlend fyrirmynd og fjölmenn dómnefnd Við val á Bestu vörumerkjunum 2020 í neytendaflokki hefur dómnefnd 50% vægi, brandr vísitalan 40% vægi og hlutlaus viðhorfahópur 10%. Sá hópur samanstendur af úrtaki um tvö þúsund einstaklinga sem endurspegla íslensku þjóðina með nokkrum ágætum. Í dómnefndinni sitja 54 einstaklingar sem ýmist eru úr atvinnulífinu eða fræðimannasamfélaginu. Nokkur breyting hefur þó orðið á dómnefndinni til að forðast hagsmunaárekstra. Þannig háttar til að í dómnefnd sátu nokkrir sem vinna fyrir þau fyrirtæki sem á endanum voru tilnefnd. Þeir þurftu því að víkja og aðrir hlutlausir að koma í staðinn. Samhliða var nýr formaður dómnefndar skipaður. Hefur viðurkenning sem þessi verið veitt áður á Íslandi? „Nei, þetta hefur ekki verið gert áður. Á Íslandi hafa verið veittar viðurkenningar af ýmsu tagi og byggðar á margskonar aðferðafræði. Valið á Bestu Íslensku vörumerkjunum er miklum mun umfangsmeira en áður hefur tíðkast. Það er við hæfi því oft byggist verðmæti fyrirtækja á vörumerkinu þeirra. Ekki efnislegum eignum heldur þeirri hlutdeild sem vörumerkið á í huga fólks. Því verður að vanda til verka við valið.“ segir Friðrik. Hann bætir við að aðferðarfræðin sé meðal annars byggð á vali á bestu vörumerkjum bestu orkufyrirtækja veraldar en þau hefur hann valið síðustu fimm ár í gegnum CHARGE ráðstefnuna. . Að sögn Friðriks standa vonir um að viðurkenningin verði árleg hér eftir. „Miðað við viðbrögðin frá dómnefnd og tilnefndum fyrirtækjum þá erum við bjartsýn að svo verði.“
Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira