Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2021 22:57 Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í kvöld. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þágu rannsóknar á manndrápi sem átti sér stað í Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Minnst einn mannanna hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar og neitar allri aðild að málinu. Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara í kvöld, einn af öðrum, og var lögregla með nokkurn viðbúnað við Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan því stóð. Mennirnir voru handteknir í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins. Rannsaka hvort árásin tengist mögulega uppgjöri í undirheimum Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi í tengslum við manndrápsmálið en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld. Sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna við rannsóknina sem beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lögðu hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Fréttin hefur verið' uppfærð. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þágu rannsóknar á manndrápi sem átti sér stað í Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Minnst einn mannanna hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð sinn til Landsréttar og neitar allri aðild að málinu. Mennirnir þrír voru leiddir fyrir dómara í kvöld, einn af öðrum, og var lögregla með nokkurn viðbúnað við Héraðsdóm Reykjavíkur á meðan því stóð. Mennirnir voru handteknir í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu vegna málsins. Rannsaka hvort árásin tengist mögulega uppgjöri í undirheimum Einn maður til viðbótar er í gæsluvarðhaldi í tengslum við manndrápsmálið en hann var handtekinn strax á laugardagskvöld. Sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald á sunnudagskvöld til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Lögregla hefur rætt við fjölda vitna við rannsóknina sem beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Lögðu hald á nokkra muni Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar í gær. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungt barn og áttu von á öðru barni. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vildi ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana karlmanninum sé þeirra á meðal. Fréttin hefur verið' uppfærð.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30 „Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03 „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum í tengslum við morðið í Rauðagerði Lögreglan ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur karlmönnum sem handteknir voru í gær í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við morð sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík. Mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. 16. febrúar 2021 18:30
„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. 16. febrúar 2021 17:03
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38