Mörg flugfélög í samstarf við UNICEF um dreifingu bóluefna Heimsljós 17. febrúar 2021 10:13 UNICEF Flugfélög um allan heim leggjast á eitt um að koma bóluefna gegn COVID-19 til fátækari ríkja heims. Á annan tug alþjóðlegra flugfélaga hafa tekið höndum saman með UNICEF um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 til lágtekjuríkja. Þetta frumkvæði að mannúðarflugi - UNICEF Humanitarian Airfreight Initiative – var kynnt í Kaupmannahöfn í gær og byggir á dreifingaráætlun COVAX sem er samstarf ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19. Ísland tekur eins og kunnugt er þátt í fjármögnun COVAX. „Dreifing lífsbjargandi bóluefna er bæði stórkostlegt og flókið verkefni,“ segir Etleva Kadilli framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF og nefnir meðal annars gífurlegt magn lyfjanna sem þarf að flytja, nákvæma vöktun hitastigs og fjölbreytni dreifingarleiða. Flugfélögin sem taka þátt í verkefninu, þeirra á meðal Cargolux, AirFrance/KLM, Ethiopian Airlines, Qatar Airlines og Singapore Airlines, fljúga til yfir eitt hundrað landa. Samkvæmt áætlun COVAX fá 145 lágtekjuríki bóluefni til að bólusetja um þrjú prósent íbúa á fyrri hluta þessa árs. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent
Á annan tug alþjóðlegra flugfélaga hafa tekið höndum saman með UNICEF um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 til lágtekjuríkja. Þetta frumkvæði að mannúðarflugi - UNICEF Humanitarian Airfreight Initiative – var kynnt í Kaupmannahöfn í gær og byggir á dreifingaráætlun COVAX sem er samstarf ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19. Ísland tekur eins og kunnugt er þátt í fjármögnun COVAX. „Dreifing lífsbjargandi bóluefna er bæði stórkostlegt og flókið verkefni,“ segir Etleva Kadilli framkvæmdastjóri birgðasviðs UNICEF og nefnir meðal annars gífurlegt magn lyfjanna sem þarf að flytja, nákvæma vöktun hitastigs og fjölbreytni dreifingarleiða. Flugfélögin sem taka þátt í verkefninu, þeirra á meðal Cargolux, AirFrance/KLM, Ethiopian Airlines, Qatar Airlines og Singapore Airlines, fljúga til yfir eitt hundrað landa. Samkvæmt áætlun COVAX fá 145 lágtekjuríki bóluefni til að bólusetja um þrjú prósent íbúa á fyrri hluta þessa árs. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent