Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 19:21 Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira