Vilja breytingar vegna skorts á innlendum konudagsblómum Eiður Þór Árnason skrifar 17. febrúar 2021 23:57 Febrúar er að venju háannatími í blómabúðum landsins. Getty/KIWI Íslenskum garðyrkjubændum hefur reynst erfitt að anna eftirspurn eftir blómum að undanförnu og eru dæmi um að blómaverslanir hafi einungis fengið hluta af pöntunum sínum afhenta í aðdraganda Valentínusardagsins og konudagsins sem er næsta sunnudag. Félag atvinnurekenda (FA) gerir athugasemdir við innflytjendur þurfi að greiða háa tolla af innfluttum blómum á sama tíma og innlendir ræktendur nái ekki að auka framleiðslu sína. Þá gagnrýnir FA að stjórnvöld hafi í byrjun síðasta árs fellt úr gildi svokallaða skortkvóta sem heimilaði innflutning á lægri tollum ef skortur var á innlendri búvöru. Undantekning að íslenskir bændur nái ekki að anna eftirspurn Sigurður Moritzson, framkvæmdastjóri blómaheildsölunnar Græns markaðar, segir að íslenskir garðyrkjubændur nái að mestu að anna eftirspurn markaðarins allt árið um kring en aðra sögu sé að segja þegar kemur að stórum dögum eins og Valentínusardeginum og konudeginum. Erfitt sé fyrir ræktendur að bregðast við slíkum toppum í sölu með því að auka framleiðslu tímabundið en þó sé reynt að mæta þeim að einhverju leyti með því að skipta yfir í ræktun blóma sem njóta þá vinsælda. Sigurður segir að einna helst sé skortur á íslenskum rósum þessa daganna en bætir við að söluaukning erlendis hafi ekki síður haft áhrif á blómasala að undanförnu. „Þegar kemur að því að flytja inn blóm frá öðrum löndum þá er Valentínusardagurinn vinsælasti blómasöludagur í heimi og verðin því í miklu hámarki á þessum tíma. Þannig að sú vara verður mjög dýr í innflutningi og svo ber hún auðvitað líka tolla og gjöld.“ Skora á stjórnvöld að endurskoða kerfið FA hefur lengi talað fyrir því að tollar á blómum verði felldir niður og gerir tollana að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni. Þar segir að innflutt afskorin blóm beri 30% verðtoll auk 95 króna stykkjatolls á hvert blóm. „Þannig ber rós, sem keypt er á eina evru eða 156 krónur, samtals 141,8 krónur í toll og innflutningsverð hennar hartnær tvöfaldast.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.vísir/vilhelm „Háir tollar og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktun eru meginorsök þess hvað konudagsvöndurinn er dýr,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Við skorum enn og aftur á stjórnvöld að taka þetta löngu úrelta kerfi til endurskoðunar. Það er hægt að halda tiltekinni vernd fyrir innlenda framleiðendur en gera engu að síður breytingar sem yrðu blómaversluninni og neytendum mjög til hagsbóta,“ er haft eftir honum á heimasíðu félagsins. Sömuleiðis gagnrýnir FA að engin niðurstaða hafi fengist úr endurskoðun fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins á blómatollum sem hófst í nóvember 2019. Tollum ætlað að jafna aðstöðumun Sigurður segir að talsvert sé flutt inn af blómum allt árið um kring og það sé ekki síður gert til að auka úrvalið umfram það sem íslenskir blómabændur rækta hér á landi. Hann gerir ekki sérstakar athugasemdir við gjöldin þrátt fyrir að fyrirtæki hans standi einnig í innflutningi á blómum. „Auðvitað eru tollar og gjöld á þessu til að jafna aðstöðumun íslenskra garðyrkjubænda við það sem gerist erlendis og ég geri ekki sérstakar athugasemdir við það. En auðvitað fyrir svona stóra daga þegar verðin eru há erlendis þá verða gjöldin íþyngjandi, það er ekki hægt að neita því.“ Landbúnaður Garðyrkja Konudagur Neytendur Blóm Tengdar fréttir Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. 14. október 2019 13:36 Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) gerir athugasemdir við innflytjendur þurfi að greiða háa tolla af innfluttum blómum á sama tíma og innlendir ræktendur nái ekki að auka framleiðslu sína. Þá gagnrýnir FA að stjórnvöld hafi í byrjun síðasta árs fellt úr gildi svokallaða skortkvóta sem heimilaði innflutning á lægri tollum ef skortur var á innlendri búvöru. Undantekning að íslenskir bændur nái ekki að anna eftirspurn Sigurður Moritzson, framkvæmdastjóri blómaheildsölunnar Græns markaðar, segir að íslenskir garðyrkjubændur nái að mestu að anna eftirspurn markaðarins allt árið um kring en aðra sögu sé að segja þegar kemur að stórum dögum eins og Valentínusardeginum og konudeginum. Erfitt sé fyrir ræktendur að bregðast við slíkum toppum í sölu með því að auka framleiðslu tímabundið en þó sé reynt að mæta þeim að einhverju leyti með því að skipta yfir í ræktun blóma sem njóta þá vinsælda. Sigurður segir að einna helst sé skortur á íslenskum rósum þessa daganna en bætir við að söluaukning erlendis hafi ekki síður haft áhrif á blómasala að undanförnu. „Þegar kemur að því að flytja inn blóm frá öðrum löndum þá er Valentínusardagurinn vinsælasti blómasöludagur í heimi og verðin því í miklu hámarki á þessum tíma. Þannig að sú vara verður mjög dýr í innflutningi og svo ber hún auðvitað líka tolla og gjöld.“ Skora á stjórnvöld að endurskoða kerfið FA hefur lengi talað fyrir því að tollar á blómum verði felldir niður og gerir tollana að umfjöllunarefni á heimasíðu sinni. Þar segir að innflutt afskorin blóm beri 30% verðtoll auk 95 króna stykkjatolls á hvert blóm. „Þannig ber rós, sem keypt er á eina evru eða 156 krónur, samtals 141,8 krónur í toll og innflutningsverð hennar hartnær tvöfaldast.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.vísir/vilhelm „Háir tollar og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktun eru meginorsök þess hvað konudagsvöndurinn er dýr,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Við skorum enn og aftur á stjórnvöld að taka þetta löngu úrelta kerfi til endurskoðunar. Það er hægt að halda tiltekinni vernd fyrir innlenda framleiðendur en gera engu að síður breytingar sem yrðu blómaversluninni og neytendum mjög til hagsbóta,“ er haft eftir honum á heimasíðu félagsins. Sömuleiðis gagnrýnir FA að engin niðurstaða hafi fengist úr endurskoðun fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins á blómatollum sem hófst í nóvember 2019. Tollum ætlað að jafna aðstöðumun Sigurður segir að talsvert sé flutt inn af blómum allt árið um kring og það sé ekki síður gert til að auka úrvalið umfram það sem íslenskir blómabændur rækta hér á landi. Hann gerir ekki sérstakar athugasemdir við gjöldin þrátt fyrir að fyrirtæki hans standi einnig í innflutningi á blómum. „Auðvitað eru tollar og gjöld á þessu til að jafna aðstöðumun íslenskra garðyrkjubænda við það sem gerist erlendis og ég geri ekki sérstakar athugasemdir við það. En auðvitað fyrir svona stóra daga þegar verðin eru há erlendis þá verða gjöldin íþyngjandi, það er ekki hægt að neita því.“
Landbúnaður Garðyrkja Konudagur Neytendur Blóm Tengdar fréttir Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. 14. október 2019 13:36 Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. 14. október 2019 13:36
Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Innlend blómaframleiðsla getur ekki staðið undir íslenskum blómamarkaði og innflutningur á afskornum blómum er nauðsynlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 10. maí 2019 08:00