„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2021 12:17 Frá komu fólks til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það er í trássi við leiðbeiningar um sóttkví fyrir fólk sem kemur til Íslands enda eiga viðkomandi að vera í sóttkví fram að seinni sýnatöku. Á Covid.is stendur: Ekki má sækja fólk sem ferðast til Íslands, þar með talið fjölskyldumeðlimi og vini. Þau sem koma til landsins þurfa að taka leigubíl, bílaleigubíl eða einkabíl sem búið er að fara með út á flugvöll. Borið hefur á því að fólk virði ekki þessar reglur heldur sæki sitt nánast út á völl. Víðir var spurður að því hvort brugðist hefði verið við þessu. Svaraði hann því til að eftirlit með komufarþegum, sem hafa verið á annað hundrað daglega undanfarið, hafi verið aukið. Hann nefndi þó að eitt vandamál væri að flugrútan sé hætt að ganga. Svo fáir hafi notað hana að ekki hafi verið rekstrargrundvöllur fyrir henni. Verið sé að leita leiða til að bjóða upp á aðrar lausnir eða koma flugrútunni í gang með einhverjum hætti. „Við höfum líka séð að með þessu aukna eftirliti höfum við orðið vör við það að fólk er að taka til dæmis leigubíla niður í bæ í Keflavík og er sótt þar,“ segir Víðir. „Brotaviljinn er ansi einbeittur í mörgum dæmum sem við höfum verið að sjá og það er erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja,“ segir Víðir. Hann bætti við að leiðbeiningar um þetta væru í endurskoðun og væri hluti af þeim veikleikum á landamærum sem væru til skoðunar.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leigubílar Reykjanesbær Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira