„Óaðfinnanlegt svar“ eftir áfallið fyrir norðan Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 21:52 Arnar Daði Arnarsson hefur gert flotta hluti með lið Gróttu hingað til. vísir/hulda margrét „Sjitt, þetta er svo mikill léttir,“ segir Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og röddin er við það að bresta. Það er engum vafa undirorpið hve mikla þýðingu það hefur fyrir hann og hans menn að hafa unnið Fram í kvöld. Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00