Börn nú í tífalt meiri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum Eiður Þór Árnason skrifar 19. febrúar 2021 00:00 Talið er að eitt af hverjum sex börnum sem búa á átakasvæðum eigi á hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Getty/Ismael Adnan Rannsóknir sýna að börn eiga í tífalt meiri hættu núna en árið 1990 að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 72 milljónir barna eru sögð búa á átakasvæðum nálægt hópum sem eru líklegir til að beita kynferðisofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children en þar segir að alls 426 milljónir barna búi á átakasvæðum og þar af séu 17% nálægt vopnuðum hópum sem beiti kynferðisofbeldi. Jafngildir það því að eitt af hverjum sex börnum á átakasvæðum geti orðið fyrir slíku ofbeldi. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að vopnaðir hópar noti kynferðisofbeldi víða sem stríðsvopn gegn börnum og öðrum óbreyttum borgurum, einna helst til að hræða þau í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi. „Löndin þar sem börn eru í hvað mestri hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum eru Kólumbía, Írak, Sómalía, Suður Súdan og Jemen. Þetta felur í sér hættu á nauðgun, kynlífsþrælkun, vændi, þvingaðri meðgöngu, þvingaðri fóstureyðingu, kynferðislegri limlestingu, kynferðislegri misnotkun eða áreitni af hendi vopnaðra hópa, stjórnarhers og/eða löggæslu aðila.“ Staðfest tilfelli segi ekki alla söguna Að sögn Barnaheilla hafa yfir 20 þúsund tilfelli kynferðisofbeldis gegn börnum á átakasvæðum verið staðfest af Sameinuðu þjóðunum en fjöldi staðfestra tilfella er talinn vera brot af raunverulegum fjölda. ,,Að meðaltali var aðeins tilkynnt um tvö kynferðisbrot gagnvart börnum á átakasvæðum á dag árið 2019. En við vitum að nauðganir og annars konar kynferðislegt ofbeldi og áreiti hefur verið notað í auknum mæli sem stríðsvopn í átökum. Þess vegna teljum við að þessi tvö brot á dag sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Það eru miklu fleiri börn sem eru fórnarlömb kynferðisofbeldis sem ekki segja frá - en hafa samt sem áður mikla þörf á stuðningi. Hvers konar ofbeldi gagnvart barni er hræðilegt og verður að stöðva strax,“ segir Inger Ashing, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, í tilkynningu. „Sú staðreynd að kynferðisofbeldi gegn börnum sem framið er af ríkisherjum hafi tvöfaldast frá árinu 2018 til 2019 er skammarlegt. Stjórnvöld og ríkisherir ættu að vernda börn gegn ofbeldi, ekki beita því.“ Kalla Barnaheill – Save the Children meðal annars eftir því að tryggt sé að börn verði miðpunktur allra alþjóðlegra aðgerða gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum, refsileysi kynferðisofbeldis gegn börnum verði afnumið og að gagnasöfnun sé aukin.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira