Hálfníu og níu hjá Borginni Jóhanna Thorsteinson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun