Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 30-33 | Hafnfirðingar sóttu stigin tvö Einar Kárason skrifar 21. febrúar 2021 15:00 vísir/vilhelm Þjálfarar beggja liða töluðu um fyrir leik að búast mætti við hörku viðureign þegar ÍBV tók á móti FH í Vestmannaeyjum í dag. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sinn síðasta leik en Eyjamenn voru í 6.sæti deildarinnar fyrir leikinn með 11 stig á meðan Hafnfirðingar sátu í 2. sæti með 14 stig. Heimamenn hófu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og voru í leiðandi hlutverki í fyrri hálfleiknum. Gestirnir voru þó aldrei langt undan. Mest náðu Eyjamenn 4 marka forskoti í fyrri hálfleiknum en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-14 fyrir ÍBV. Eyjamenn töpuðu boltanum í tvígang í upphafi síðari hálfleiks og gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark. ÍBV voru þá næstir til að koma boltanum í netið en þá tók við 4-2 kafli frá FH og leikurinn jafn 19-19. Næstu mínútur voru í eigu gestaliðsins og komust þeir yfir í fyrsta skipti í leiknum og gerðu gott betur en það og komust fjórum mörkum yfir og var staðan 21-25 þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. ÍBV breyttu þá leikkerfi sínu og hófu að saxa á forskot FH, hratt og örugglega. Þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 26-26 og komust svo yfir að nýju. Allt stefndi í stórspennandi lokamínútur en svo virtist sem þreyta væri farin að segja til sín í liði heimamanna og náðu gestirnir yfirhöndinni að nýju. Á lokamínútu leiksins náðu ÍBV að minnka muninn í eitt mark en svo fór að FH skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og unnu því góðan útisigur í Vestmannaeyjum, 30-33. Af hverju vann FH? Eftir jafnan fyrri hálfleik komu þeir sterkir inn í síðari hálfleikinn og náðu fínu forskoti. Eyjamenn náðu að jafna leikinn að nýju en svo virðist sem mikið púður hafi farið úr liðinu á þeim kafla en FH spilaði agaðan og góðan handbolta í lokin. Hverjir stóðu uppúr? Hákon Daði Styrmisson átti góðan dag sóknarlega hjá ÍBV í dag en hann skoraði 9 mörk úr 12 skotum. Dagur Arnarsson átti einnig glimrandi leik en hann skoraði 8 mörk úr 9 skotum.Í marki ÍBV varði Petar Jokanovic 10 skot en Björn Viðar Björnsson 4. Hjá gestunum dreifðist markaskorun vel yfir liðið en Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði 7 mörk úr 9 skotum. Einar Rafn Eiðsson og Egill Magnússon skoruðu 6 mörk hvor.Phil Döhler varði 13 skot í markinu. Hvað gekk illa? Margir leikmenn ÍBV spiluðu bróðurpart leiksins, bæði í vörn og sókn og dró aðeins af þeim undir lokin. Ungir leikmenn komu inn og stóðu sig vel. Erfitt er að tala um hvað hafi gengið illa í þessum leik en bæði lið áttu sína góðu og vondu kafla í leiknum. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækja nágranna sína á Selfossi á fimmtudaginn næstkomandi á meðan FH, sem verma toppsætið þegar þetta er skrifað, mæta Valsmönnum í Origo höllinni í næstu umferð. Sigursteinn: Stóðum þetta af okkur „Það er hárrétt hjá þér. Við vissum að þetta myndi sveiflast í allar áttir, en já. Ég er rosalega ánægður. Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál. Við erum búnir að vera í veseni að loka sigrum hérna í Eyjum síðustu ár þannig að þetta var karakter og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu,” sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Eftir jafnan fyrri hálfleik áttu Hafnfirðingar frábæran 10 mínútna kafla í upphafi þess síðari. „Við töluðum um það í hálfleik að við vildum spila okkar bolta og okkar bolti er að hlaupa mikið og spila á háu tempói. Við náum því upp í seinni hálfleik og fengum fullt af auðveldum mörkum sem skilaði sér í góðum sigri.” „Ég myndi taka liðsheildina,” sagði Sigursteinn um hvað hann hefði verið ánægður með í leik sinna manna. „Eins og ég segi, við vorum í erfiðleikum í fyrri hálfleik og að mæta frábæru liði og við stóðum það af okkur. Eitthvað sem er búið að reynast okkur erfitt og kláruðum að lokum góðan sigur.” Kristinn: Gríðarlega stoltur af strákunum ,,Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir þriggja marka tap gegn FH. ,,Við vorum að spila á móti frábæru FH liði og fyrri hálfleikurinn að mörgu leyti frábær hjá okkur. Varnarlega og sóknarlega og sóknarlega sérstaklega. Menn gefa allt sitt í þetta og sigurviljinn er gríðarlegur þannig að ég met þetta bara sem frábæran leik sem við vorum mjög svekktir með að hafa tapað.” Eftir jafnan og góðan fyrri hálfleik gekk heimamönnum afar illa í upphafi þess síðari og náði FH sex marka sveiflu á þeim tíma. ,,Við erum ekki nógu áræðnir sóknarlega og þeir búnir að fara aðeins yfir hlutina og ná að loka á okkur. Við erum að láta mótlætið fara í taugarnar á okkur og missum aðeins dampinn í smá tíma og missum þá fjórum mörkum yfir. Við breytum svo aðeins sóknarleikum og komum okkur í hörkuleik og þetta hefði alveg getað dottið með okkur.” Kristinn talar um að Eyjamenn hafi misst aðeins dampinn og eitt af því sem fór í taugarnar á þeim var dómgæslan en Kristinn var ekki viss um að það hefði verið það sem hafi haft áhrif á úrslit leiksins. ,,Það er erfitt að segja til um það. Það er bara í báðar áttir. Við þurfum bara að finna leiðir til að hafa fleiri vopn í sóknarleiknum okkar. Við erum kannski að brenna aðeins inni með það að sumir leikmenn eru lengi inni á vellinum og búnir með mikið af bensíntanknum og við þurfum að finna leið til að rúlla því betur. Við erum að fara með góð færi líka og hann er að verja vel í markinu hjá þeim. Svoleiðis eru þessir leikir og svoleiðis er þessi íþrótt. Eitthvað sem maður þarf að reyna að laga.” ÍBV hafa verið án lykilmanna stóran part móts en í stað þeirra eru ungir Eyjamenn í stórum hlutverkum. ,,Þetta er búið að vera svona töluvert marga leiki. Þetta er frábær tími fyrir yngri leikmenn liðsins að fá mikinn spiltíma. Takandi þátt í þessum leik gegn frábærlega mannaða FH liði gefa þeir ekkert eftir. Það þýðir að við erum að nota tímann í eitthvað af viti og vonandi skilar það sér svo þegar hinir fara að stíga til baka. Þá höfum við vonandi breidd. Ívar (Logi Styrmisson) og Arnór (Viðarsson) eru að taka mjög mikla ábyrgð og eru að læra og eru ótrúlega flottir,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla ÍBV FH
Þjálfarar beggja liða töluðu um fyrir leik að búast mætti við hörku viðureign þegar ÍBV tók á móti FH í Vestmannaeyjum í dag. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið sinn síðasta leik en Eyjamenn voru í 6.sæti deildarinnar fyrir leikinn með 11 stig á meðan Hafnfirðingar sátu í 2. sæti með 14 stig. Heimamenn hófu leikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og voru í leiðandi hlutverki í fyrri hálfleiknum. Gestirnir voru þó aldrei langt undan. Mest náðu Eyjamenn 4 marka forskoti í fyrri hálfleiknum en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-14 fyrir ÍBV. Eyjamenn töpuðu boltanum í tvígang í upphafi síðari hálfleiks og gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark. ÍBV voru þá næstir til að koma boltanum í netið en þá tók við 4-2 kafli frá FH og leikurinn jafn 19-19. Næstu mínútur voru í eigu gestaliðsins og komust þeir yfir í fyrsta skipti í leiknum og gerðu gott betur en það og komust fjórum mörkum yfir og var staðan 21-25 þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. ÍBV breyttu þá leikkerfi sínu og hófu að saxa á forskot FH, hratt og örugglega. Þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 26-26 og komust svo yfir að nýju. Allt stefndi í stórspennandi lokamínútur en svo virtist sem þreyta væri farin að segja til sín í liði heimamanna og náðu gestirnir yfirhöndinni að nýju. Á lokamínútu leiksins náðu ÍBV að minnka muninn í eitt mark en svo fór að FH skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og unnu því góðan útisigur í Vestmannaeyjum, 30-33. Af hverju vann FH? Eftir jafnan fyrri hálfleik komu þeir sterkir inn í síðari hálfleikinn og náðu fínu forskoti. Eyjamenn náðu að jafna leikinn að nýju en svo virðist sem mikið púður hafi farið úr liðinu á þeim kafla en FH spilaði agaðan og góðan handbolta í lokin. Hverjir stóðu uppúr? Hákon Daði Styrmisson átti góðan dag sóknarlega hjá ÍBV í dag en hann skoraði 9 mörk úr 12 skotum. Dagur Arnarsson átti einnig glimrandi leik en hann skoraði 8 mörk úr 9 skotum.Í marki ÍBV varði Petar Jokanovic 10 skot en Björn Viðar Björnsson 4. Hjá gestunum dreifðist markaskorun vel yfir liðið en Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði 7 mörk úr 9 skotum. Einar Rafn Eiðsson og Egill Magnússon skoruðu 6 mörk hvor.Phil Döhler varði 13 skot í markinu. Hvað gekk illa? Margir leikmenn ÍBV spiluðu bróðurpart leiksins, bæði í vörn og sókn og dró aðeins af þeim undir lokin. Ungir leikmenn komu inn og stóðu sig vel. Erfitt er að tala um hvað hafi gengið illa í þessum leik en bæði lið áttu sína góðu og vondu kafla í leiknum. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækja nágranna sína á Selfossi á fimmtudaginn næstkomandi á meðan FH, sem verma toppsætið þegar þetta er skrifað, mæta Valsmönnum í Origo höllinni í næstu umferð. Sigursteinn: Stóðum þetta af okkur „Það er hárrétt hjá þér. Við vissum að þetta myndi sveiflast í allar áttir, en já. Ég er rosalega ánægður. Það þarf ekki að vera neitt leyndarmál. Við erum búnir að vera í veseni að loka sigrum hérna í Eyjum síðustu ár þannig að þetta var karakter og við vorum búnir að bíða lengi eftir þessu,” sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Eftir jafnan fyrri hálfleik áttu Hafnfirðingar frábæran 10 mínútna kafla í upphafi þess síðari. „Við töluðum um það í hálfleik að við vildum spila okkar bolta og okkar bolti er að hlaupa mikið og spila á háu tempói. Við náum því upp í seinni hálfleik og fengum fullt af auðveldum mörkum sem skilaði sér í góðum sigri.” „Ég myndi taka liðsheildina,” sagði Sigursteinn um hvað hann hefði verið ánægður með í leik sinna manna. „Eins og ég segi, við vorum í erfiðleikum í fyrri hálfleik og að mæta frábæru liði og við stóðum það af okkur. Eitthvað sem er búið að reynast okkur erfitt og kláruðum að lokum góðan sigur.” Kristinn: Gríðarlega stoltur af strákunum ,,Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir þriggja marka tap gegn FH. ,,Við vorum að spila á móti frábæru FH liði og fyrri hálfleikurinn að mörgu leyti frábær hjá okkur. Varnarlega og sóknarlega og sóknarlega sérstaklega. Menn gefa allt sitt í þetta og sigurviljinn er gríðarlegur þannig að ég met þetta bara sem frábæran leik sem við vorum mjög svekktir með að hafa tapað.” Eftir jafnan og góðan fyrri hálfleik gekk heimamönnum afar illa í upphafi þess síðari og náði FH sex marka sveiflu á þeim tíma. ,,Við erum ekki nógu áræðnir sóknarlega og þeir búnir að fara aðeins yfir hlutina og ná að loka á okkur. Við erum að láta mótlætið fara í taugarnar á okkur og missum aðeins dampinn í smá tíma og missum þá fjórum mörkum yfir. Við breytum svo aðeins sóknarleikum og komum okkur í hörkuleik og þetta hefði alveg getað dottið með okkur.” Kristinn talar um að Eyjamenn hafi misst aðeins dampinn og eitt af því sem fór í taugarnar á þeim var dómgæslan en Kristinn var ekki viss um að það hefði verið það sem hafi haft áhrif á úrslit leiksins. ,,Það er erfitt að segja til um það. Það er bara í báðar áttir. Við þurfum bara að finna leiðir til að hafa fleiri vopn í sóknarleiknum okkar. Við erum kannski að brenna aðeins inni með það að sumir leikmenn eru lengi inni á vellinum og búnir með mikið af bensíntanknum og við þurfum að finna leið til að rúlla því betur. Við erum að fara með góð færi líka og hann er að verja vel í markinu hjá þeim. Svoleiðis eru þessir leikir og svoleiðis er þessi íþrótt. Eitthvað sem maður þarf að reyna að laga.” ÍBV hafa verið án lykilmanna stóran part móts en í stað þeirra eru ungir Eyjamenn í stórum hlutverkum. ,,Þetta er búið að vera svona töluvert marga leiki. Þetta er frábær tími fyrir yngri leikmenn liðsins að fá mikinn spiltíma. Takandi þátt í þessum leik gegn frábærlega mannaða FH liði gefa þeir ekkert eftir. Það þýðir að við erum að nota tímann í eitthvað af viti og vonandi skilar það sér svo þegar hinir fara að stíga til baka. Þá höfum við vonandi breidd. Ívar (Logi Styrmisson) og Arnór (Viðarsson) eru að taka mjög mikla ábyrgð og eru að læra og eru ótrúlega flottir,” sagði Kristinn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti