Aðeins var mínúta liðin af leiknum er Selfyssingar fengu víti í stöðunni 1-1. Sveinn Aron fór á vítalínuna en fékk aldrei að taka vítið. Ástæðan var sú að hann steig fram fyrir vítalínuna sem má einfaldlega ekki og vítið því dæmt af honum.
Þetta var að sjálfsögðu til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.
„Þetta eru stjörnuskref, þeir eru búnir að vera of mikið í körfubolta,“ sagði Bjarni Fritzson, annar af sérfræðingum þáttarins. „Hann gerði það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu, það er að hlægja að þessu,“ bætti hann svo við.
„Ekki alveg hans dagur en örfáum mínútum seinna var hann farinn út af meiddur,“ bætti Henry Birgir Gunnarsson við að lokum.
Segja má að þetta klúður hafi ekki skipt sköpum en Haukar unnu leikinn með fimm marka mun og fóru á topp deildarinnar, lokatölur 25-20 í gærkvöld.
![](https://www.visir.is/i/8B764A05EB1B7F817D07D09271E20482446E39D36D70C56D59DDB6C60A71D0B2_713x0.jpg)
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.