Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2021 12:29 Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg og nefndarmaður í byggingarnefnd Menningarsalsins á Selfossi, sem býður fólk velkomið í salinn í lok næsta árs ef allt gengur upp. Hann segir salinn verða mjög glæsilegan og að mikill metnaður verði lagður í hönnun og frágang hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“ Menning Árborg Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“
Menning Árborg Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira