„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira