„Maður er greinilega með sjónminni á bragð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 20:01 Þann 28. febrúar er ár síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist innanlands. Frá þeim tíma hafa rúmlega sex þúsund manns smitast af veirunni innanlands sem samsvarar því að um eitt og hálft prósent íbúa hafi fengið veiruna. Þó nokkur hluti þeirra sem hefur greinst er enn að glíma við afleiðingarnar. Þeirra á meðal er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Víðir greindist með Covid-19 í nóvemberlok á síðasta ári. Hann var talsvert mikið veikur og fékk meðal annars lungnabólgu. Hann sneri aftur til vinnu þann 18. desember en hefur enn ekki náð fullum bata. „Ég er ekki með bragð- og lyktarskyn. Ég verð oft alveg bensínlaus og þarf oft að leggja mig yfir daginn. Svo eru einhverjir verki sem fylgja þessu sem maður skilur ekkert í,“ segir Víðir. Hann segir þetta hafa talsverð áhrif á matarlystina en hann reyni þó að njóta þess að borða. „Maður er greinilega með sjónminni á bragð eins einkennilega og það hljómar. Ég hef líka verið að gera tilraunir með þetta. Ég hef t.d. alltaf borðað pylsu með remúlaði og sinnepi, nú hef ég prófað að fá mér pylsu með öllu og mikilli tómatssósu sem mér finnst reyndar ekkert sérstök. En mér finnst ég alltaf bara finna bragð af remúlaðinu og sinnepinu,“ segir Víðir og brosir. Víðir finnur ekkert bragð og enga lykt. Vísir/Vilhelm, Víðir er byrjaður að hreyfa sig og finnur að þrekið nú er meira enn fyrir mánuði. Lækna eigi erfitt með að svara hvenær hann verði alveg búinn að ná sér. Víðir segir marga í mun verri málum. „Það eru margir sem sem hafa þurft að fara í endurhæfingu á Reykjalund og eru miklu verr staddir en ég. Mér finnst ég heppinn með hvernig ég fór í gegnum þetta þó ég hafi veikst svona mikið,“ segir Víðir. Aðspurður um hvort hann sé í skertu starfshlutfalli vegna eftirkastanna svarar Víðir. „Nei, nei, ég er í fullri vinnu. Dagurinn hefst venjulega hjá mér um klukkan sjö og ég lýk við síðasta tölvupóstinn um klukkan tíu á kvöldin. Ég verð þó að viðurkenna að ég legg mig svona í korter í senn tvisvar sinnum yfir daginn,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira