Lykilatriði að fá nýnema í staðkennslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands segir forgangsmál að fá nýnema í staðnám. Rýmri reglur um skólahald taka gildi á mánudag. Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira