„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27