Fótbolti

Musi­ala yngstur Eng­lendinga til að skora í Meistara­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamal Musiala varð í kvöld ynsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu.
Jamal Musiala varð í kvöld ynsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu. Giuseppe Maffia/Getty Images

Hinn 17 ára gamli Jamal Musiala skoraði eitt fjögurra marka Evrópumeistara Bayern München er liðið vann Lazio 4-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram á heimavelli Lazio í Róm.

Musiala skoraði annað mark Lazio með góðu skoti niðri í hornið á marki Pepe Reina, hins 38 ára gamla markvarðar Lazio-liðsins.

Markið gerir Musiala að yngsta Englendingnum sem skorar í Meistaradeild Evrópu en hann verður 18 ára gamall eftir þrjá daga. Þa´varð hann einnig ynstri leikmaður í sögu Bæjara til að skora í mótsleik.

Ekki amalegt þriðjudagskvöld hjá Musiala sem hefur leikið tvo leiki fyrir enska U21 landsliðið. Samkvæmt heimildum Mirror gæti miðjumaðurinn samt fært sig um set og spilað fyrir þýska landsliðið en hann á einnig að baki tvo leiki fyrir U16 ára lið Þýskalands.

Alex Oxlade-Chamberlain var fyrir leik kvöldsins yngsti enski leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni en hann var 18 ára og 44 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Arsenal á sínum tíma. Þar á eftir koma Jadon Sancho, Theo Walcott, Jack Wilshere og Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×