Ísak eins dýr og Norrköping kýs Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2021 14:00 Ísak Bergmann Jóhannesson er leikmaður U21-landsliðs Íslands og lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. vísir/vilhelm Fyrrverandi formaður sænska knattspyrnufélagsins IFK Norrköping segir ekkert hæft í því að Ísak Bergmann Jóhannesson sé með klásúlu í samningi sínum við félagið, sem geri honum kleyft að yfirgefa það fyrir ákveðna upphæð. Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt. Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ísak hefur verið leikmaður Norrköping í tvö ár og er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Orðrómur hefur verið uppi um að hann gæti verið á förum frá félaginu og hefur hvert stórliðið á fætur öðru, þar á meðal Real Madrid og Manchester United, verið sagt fylgjast með honum. Peter Hunt er nýhættur eftir tólf ár sem formaður IFK Norrköping. Hann kveðst eiga von á því að árið 2021 verði stórkostlegt ár fyrir félagið hvað fjárhaginn snerti, og bindur vonir við að á næstu átján mánuðum verði félagið það næstbest stæða í sænsku íþróttalífi, á eftir Malmö FF. Þetta segir Hunt í viðtali við Aftonbladet. Norrköping geti orðið næstríkasta félag Svíþjóðar Aðspurður hvort að þessi fullyrðing sé tilkomin vegna þess að Ísak, sem verður 18 ára í næsta mánuði, verði seldur fyrir metupphæð svarar Hunt: „Það er margt sem spilar inn í en við höfum skilað hagnaði vegna leikmannamála síðustu fimm árin og ég hef ekki trú á að það breytist árið 2021.“ Hunt segir jafnframt að ekkert komi í veg fyrir að Norrköping geti einfaldlega samþykkt hæsta tilboð sem býðst í Ísak, og hafnað öðrum: „Við erum ekki háðir einhverri kauphæðarklásúlu. Þannig störfum við ekki. Við forðumst það í næstum 100 prósentum tilfella. Það er í okkar vinnureglum að gera ekki slíka samninga. Slíkt gerist alla vega ekki nema í algjörum undantekningartilfellum,“ segir Hunt. Hann er þá spurður hvort að slíkt undantekningartilfelli eigi við í tilviki Ísaks: „Nei, því get ég hafnað,“ segir Hunt.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00 „Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01 Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01 Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ísak Bergmann áfram í Svíþjóð þrátt fyrir tilboð Úlfanna Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpi sínu Dr. Football í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefði boðið í ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, á lokadegi félagaskiptagluggans. 5. febrúar 2021 07:00
„Maður ætti ekki að trúa öllu sem að maður les“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson þvertekur fyrir það að ljóst sé að hann muni fara frá sænska knattspyrnufélaginu Norrköping í janúar. 4. janúar 2021 17:01
Ísak Bergmann á lista UEFA yfir 50 efnilegustu leikmenn heims Ísak Bergmann Jóhannesson sló í gegn í sænska boltanum á nýafstaðinni leiktíð og lék í kjölfarið sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Íslands. Hann er eini Íslendingurinn á lista UEFA yfir 50 efnilegustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. 2. janúar 2021 23:01
Ísak Bergmann um Norrköping, félagaskipti og peningana: „Ekkert draumalið en ég held með Man. United“ Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er eitt heitasta unga nafnið í Evrópufótboltanum í dag. Fjölmiðlar ytra segja Juventus, Liverpool og fleiri stórlið fylgjast með kappanum sem er einungis sautján ára gamall. 18. desember 2020 19:01