Bjuggust ekki við að sjá þetta hjá Valsmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar kannski ekki mikið en skiptir engu að síður gríðarlega miklu máli fyrir Valsliðið. Vísir/Bára Sportið í dag fór yfir það hvernig Valsmenn komu til baka eftir klúðrið fyrir norðan og unnu einn flottasta sigur tímabilsins í Olís deild karla í handbolta. Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Valsmenn hafa verið í miklum vandræðum eftir að Olís deildin fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé en það var allt annað að sjá liðið í stórsigri á Aftureldingu í síðustu umferð. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu Valsliðið í nýjast hlaðvarpsþætti Sportsins í dag á Vísi. „Það kviknaði heldur betur á þeim í gær,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í upphafi umræðunnar um Valsliðið. „Ég verð að viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir var algjörlega sammála honum í því. „Ég sá þetta engan veginn fyrir. Þessi rosalegi kraftur og fyrir mér er stóri munurinn er að við erum að sjá að stóru leyti að sjá hversu rosalegt mikilvægi Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar fyrir þetta Valslið. Vinnslan, tempóið og öll áræðni í liðinu sérstaklega varnarlega,“ sagði Henry Birgir. „Við sáum þá fá á baukinn um daginn þegar þeir fengu á sig 35 mörk. Þeir jarða Aftureldingu og fá á sig tíu mörk í fyrri hálfleiknum. Þorgils færir liðinu svo mikið þó svo að hann sé bara orðinn einhver sjötíu prósent maður,“ sagði Henry Birgir. „Hann er ekki einu sinni alveg heill,“ sagði Ríkharð. Henry sagði að Þorgils hefði spilað tíu mínútur í hvorum hálfleik á móti KA fyrir norðan en spilaði fimmtán til tuttugu mínútur í hálfleik á móti Aftureldingu. Róbert Aron Hostert er síðan að koma inn í næsta leik en hann er líka mjög góður varnarmaður auk þess að vera afburðarsóknarmaður líka. „Ég held að Valsmenn séu að fara að ná vopnum sínum en þetta var rosalega mikilvægt hvernig þeir settu tóninn í þessum leik upp á framhaldið að gera. Þeir létu önnur lið vita að þeir væru ekki að fara neitt,“ sagði Ríkharð. Það má heyra þetta og það sem þeir sögðu um markmenn Valsliðsins og Hreiðar Levý Guðmundsson í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Valur Sportið í dag Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira