„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 15:25 Gísli Benedikt virtist skjálfa í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson en það átti sér eðlilegar skýringar enda aðeins klæddur í peysu í viðtali sem tekið var utandyra. Vísir/Vilhelm Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. „Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira