Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 16:10 Skíðafólk virtist sýna því skilning að lokað var í Bláfjöllum eftir hádegið í dag. Vísir/Vilhelm Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað. „Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun. Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Þetta er bara besti dagur ársins. Hér er bara heiðskír himinn og sól,“ segir Einar eftir að samstarfsmaður hans hafði afhent honum símtólið. Sá hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann, greinilegt hver svarar fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum. „Ég var úti á palli, á stuttermabolnum. Þess vegna svaraði ég ekki í símann,“ segir Einar léttur þótt tilefnið sé heldur leiðinlegt fyrir rekstrarstjóra skíðasvæðis. „Þetta er blóðugt, að sjálfsögðu,“ segir Einar en hann telur að nokkur hundruð manns hafi verið í fjallinu um þrjúleytið þegar að krafan kom frá almannavörnum. Þegar loka þarf svæðinu taka starfsmenn sér stöðu við hliðin. Þeir sem eru komnir inn fyrir fara sína síðustu ferð en aðrir fá tíðindin leiðinlegu. Lokað í bongóblíðu vegna jarðskjálfta. Að beiðni Almannavarna þurfum við að loka Bláfjöllum vegna hættuástands. Sjá texta hér fyrir neðan. Aðgerðarstjórn...Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Wednesday, February 24, 2021 Einar segir fólk heilt yfir hafa tekið tíðindum af stóískri ró. Allir hafi heyrt tíðindi af skjálftunum og ekkert vesen hafi verið á staðnum. Sumir hverjir eru þó ekkert að flýta sér af svæðinu, brettakrakkar rölti upp brekkuna til að geta náð viðbótarferðum og starfsfólkið sé að loka svæðinu í rólegheitum. „Það er fáránlegt að horfa út um gluggann, á bláan himinn, það er logn og sól og ég má ekki hafa opið,“ segir Einar og kemst ekki hjá því að skella upp úr. Færið sé mjög gott. „Ægilega gott. Það eru allir bara „geðveikt færi“.“ Hann segist sannarlega vonast til þess að það styttist í næsta góðviðrisdag í fjallinu. Helst mætti hann koma strax á morgun.
Skíðasvæði Eldgos og jarðhræringar Veður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25 Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14 Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. 24. febrúar 2021 15:25
Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. 24. febrúar 2021 15:14
Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. 24. febrúar 2021 14:52