Lagið fjallar um samband Daða Freys og Árnýjar Fjólu, en þau hafa verið par í tíu ár og eiga saman dótturina Áróru.
„Lagið fjallar um það að við Árný séum búin að vera saman í 10 ár. Hvernig ástin styrkist með tímanum. „Plötuumslagið“ er svo mynd af andlitinu á peysunni hennar Árnýjar, eins og Think About Things var með andlitinu mínu. Þetta er í rauninni nokkuð beint framhald af Think About Things þetta lag,” segir Daði Freyr samtali við RÚV en lagið verður frumflutt 13. mars.