„Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 07:00 Líf Magneudóttir segist oft ulla á börnin sín án þess að það sé eitthvert stórmál. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30