Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2021 16:20 Starfsfólk Prentmet Odda. Aðsend Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu. „Boðið verður upp á öfluga alhliða prentþjónustu þar sem persónuleg þjónusta verður í fyrirrúmi. Prentmet Oddi þekkir vel til rekstrar prentsmiðja utan höfuðborgarsvæðisins en félagið hefur um langt skeið rekið starfsstöðvar bæði á Akranesi og Selfossi. Gunnhildur Helgadóttir hefur tekið til starfa sem útibústjóri. Einnig munu fimm aðrir starfsmenn Ásprent Stíls starfa hjá útibúinu á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Ásprent Stíll er rótgróin prentsmiðja stofnuð árið 1975 af Árni Sverrissyni en rekstur prentsmiðjunnar má þó rekja allt til ársins 1901. Prentsmiðjan hefur því þjónustað íbúa og atvinnulíf á Norðurlandi svo áratugum skiptir og mun gera það áfram. Eigendur Prentmet Odda, hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir segjast í tilkynningu full tilhlökkunar að taka við rekstrinum. „Við erum spennt að takast á við þetta verkefni en við höfum sterkar taugar til Akureyrar enda kynntumst við hjónin þar í skólaferðalagi fyrir rétt rúmum 30 árum.“ Vöruúrval verði eflt og kjörorð Prentmet Odda, hraði, gæði og persónuleg þjónusta verði höfð að leiðarljósi í starfseminni. Þau segja það forsendu þess að að ráðast í þetta verkefni og til að tryggja umsvif fyrirtækisins á Akureyri að eiga gott samstarf við KEA um endurreisn rekstrarins, meðal annars með viðskiptasamningum um prentun. Akureyri Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Boðið verður upp á öfluga alhliða prentþjónustu þar sem persónuleg þjónusta verður í fyrirrúmi. Prentmet Oddi þekkir vel til rekstrar prentsmiðja utan höfuðborgarsvæðisins en félagið hefur um langt skeið rekið starfsstöðvar bæði á Akranesi og Selfossi. Gunnhildur Helgadóttir hefur tekið til starfa sem útibústjóri. Einnig munu fimm aðrir starfsmenn Ásprent Stíls starfa hjá útibúinu á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Ásprent Stíll er rótgróin prentsmiðja stofnuð árið 1975 af Árni Sverrissyni en rekstur prentsmiðjunnar má þó rekja allt til ársins 1901. Prentsmiðjan hefur því þjónustað íbúa og atvinnulíf á Norðurlandi svo áratugum skiptir og mun gera það áfram. Eigendur Prentmet Odda, hjónin Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir segjast í tilkynningu full tilhlökkunar að taka við rekstrinum. „Við erum spennt að takast á við þetta verkefni en við höfum sterkar taugar til Akureyrar enda kynntumst við hjónin þar í skólaferðalagi fyrir rétt rúmum 30 árum.“ Vöruúrval verði eflt og kjörorð Prentmet Odda, hraði, gæði og persónuleg þjónusta verði höfð að leiðarljósi í starfseminni. Þau segja það forsendu þess að að ráðast í þetta verkefni og til að tryggja umsvif fyrirtækisins á Akureyri að eiga gott samstarf við KEA um endurreisn rekstrarins, meðal annars með viðskiptasamningum um prentun.
Akureyri Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira