Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2021 16:50 Alex Már Jóhannsson gengur sáttur frá borði. Vísir/SigurjónÓ Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48