„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:00 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Baldur Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. „Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Það er vissulega rétt en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að fá áhorfendur aftur í húsin. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar hreyfingu og félögin okkar, tala nú ekki um fjárhagslega. Það er rétt, þó það séu komnir 200 áhorfendur þá er það ekki öll sagan,“ sagði Róbert Geir og hélt áfram. „Áhorfendafjöldi fer líka eftir stærð stúkna hverju sinni. Það þarf hver áhorfandi að vera með tvo fermetra í kringum sig, til að halda fjarlægðartakmörkunum í næsta mann. Þannig þetta fer eftir stærð íþróttahúsa hversu margir geta komið á völlinn.“ Misjafnt eftir félögum „Mjög misjafnt. Lið eins og til dæmis Haukar og FH – með stór hús með tveimur svæðum – geta tekið á móti fleirum og jafnvel verið með tvö hólf. Síðan sjáum við hús eins og á Selfossi eða Seltjarnarnesi, þar verða örlítið færri en 200 áhorfendur er ég hræddur um.“ Verður þetta erfitt í framkvæmd? „Já og nei. Við þurfum náttúrulega að aðlaga reglurnar okkar. Það er búið að vera mikil samvinna við KKÍ í að aðlaga þær. Þetta verður vissulega flókið, það þarf að gæta sóttvarna og skrá alla sem koma í íþróttahúsin með nöfnum, kennitölum og símanúmerum. Það er örlítið flækjustig að halda utan um þetta allt.“ „Við erum sátt við að fá fólk í húsin, því ber að gleðjast. Vissulega viljum við sjá frekari afléttingar og bindum miklar vonir að í næstu afléttingum hjá yfirvöldum verði opnað enn frekar á þetta og við sjáum enn fleiri komast fyrir í húsunum. Þetta er byrjun en vissulega viljum við meira þegar líður á,“ sagði Róbert Geir aðspurður út í sína skoðun á hvort fleiri en 200 áhorfendur ættu að vera leyfðir á kappleikjum hér á landi. Áhorfendur eru lífæð félaga landsins „Við sjáum það, fyrirtæki halda að sér höndum. Það hefur verið miklu erfiðara að afla sér styrkja heldur en áður og því skipta þessar áhorfendatekjur miklu máli fyrir félögin. Því fleiri áhorfendur sem við fáum því auðveldara verður fyrir félögin að reka sig, það er ekkert launungamál þannig að það er mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“ sagði Róbert Geir, framkvæmdastjóri HSÍ, í viðtali við Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Róber Geir fer yfir mikilvægi þess að fá áhorfendur í húsin Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni