Rúnar á heimleið: Last Dance, Álaborg, ÍBV og landsliðið Anton Ingi Leifsson skrifar 28. febrúar 2021 14:30 Rúnar er á heimleið. Þessi 32 ára fyrrum landsliðsmaður hefur samið við ÍBV til þriggja ára. Mynd/Ribe Esbjerg, Rúnar Kárason er spenntur fyrir því að spila aftur á Íslandi en þessi margreyndi leikmaður mun leika með ÍBV frá og með næstu leiktíð. Þetta var staðfest í dag en Rúnar skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV. Rúnar hefur leikið í tólf ár í Danmörku en þegar Vísir sló á þráðinn til hans fyrr í dag var hann nýbúinn að sýna húsið sitt, því það sé nú til sölu, vegna flutninganna heim til Íslands. Það lá beinast við að spyrja Rúnar af hverju hann væri á heimleið, eftir frábært tímabil í Danmörku. „Ég var að hugsa þetta í COVID í fyrra — fyrir ári síðan. Allt var lokað í Danmörku og maður var að horfa á Jordan á Netflix; The Last Dance. Ég fór þá að hugsa að maður er búinn að vera tólf ár í útlöndum og ég fór að spá hvað væri mikið eftir af þessu. Ég hugsaði að þetta væri kannski síðasta tímabilið úti. Ekki að ég sé að setja mig í sömu dýrlingatölu og Jordan en það var mótivering í gegnum fjögurra eða fimm mánaða pásu þarna þar sem ég hélt vel á spöðunum,“ sagði Rúnar við Vísi í dag. Hann hefur farið mikinn á leiktíðinni, eins og áður segir. „Svo núna í haust þá fór ég að finna það að þetta væri eitthvað sem ég væri tilbúinn að íhuga að alvöru. Svo vorum við konan á því að við vildum ekki flytja erlendis. Ef við fengjum þetta ekki til að ganga upp héðan í Esbjerg þá vildum við fara heim. Við erum með tvö börn á skólaaldri og okkur langaði að gefa þeim einhverskonar festu. Að það sé ekki alltaf að vera draga þau á milli landa eða landshluta. Þeir eru að draga saman seglin hérna í Ribe en það voru möguleikar í Danmörku. Það fjaraði út og okkur langaði bara fara heim. Konan er búin að mennta sig og þetta var góður tímapunktur að setja punktinn yfir i-ið og koma heim.“ Rúnar segir einnig að ein af ástæðunum fyrir því að hann vilji koma heim núna er að honum langi að spila á Íslandi og gera einhverja hluti. Ekki bara vera með. Áhugi frá meisturum síðustu tveggja ára „Ég man þegar ég var lítill að mér fannst geggjað að leikmenn komu heim úr atvinnumennsku og spila. Ég vildi líka gera það og maður þarf að finna áskoranir og mér fannst þetta ein skemmtilegasta áskorunin. Að koma heim og vera góður heima. Ég vil gera það. Ég vil ekki koma heim og vera „burnout“. Ég er að spila mitt besta tímabil núna.“ Hann segir að það hafi félög í Danmörku sýnt sér áhuga, þar á meðal dönsku meistararnir síðustu tveggja ára, en segir að hann hafi enn fremur lokað mörgum gluggum fyrir umboðsmann sinn er hann leitaði af nýju liði fyrir Rúnar. „Það var alveg topplið í Danmörku að sýna áhuga en það strandaði á peningahliðinni. Ég var ekki tilbúinn að fara niður í launum og það er ekkert sérstaklega stórt budget fyrir utan eitt lið. Ég ræddi við Álaborg en það fór aldrei neitt meira en áhugi. Ég er búinn að vera erfiður við umboðsmanninn. Ég vildi ekki aftur til Þýskalands, heldur ekki Frakklands og ég lokaði mörgum gluggum. Ég var búinn að gera honum þetta erfitt fyrir en við erum líka búinn að vera tólf ár úti. Það er slatti. Maður er kominn með smá heimþrá eftir að það var svo erfitt að ferðast á milli landa. Manni langar að vera nær fjölskyldunni,“ en hvernig horfir hann til baka á þessi tólf ár í atvinnumennsku? Landsliðið skilur eftir stærstu minningarnar „Það eru fullt af góðum tímum og maður er búinn að prufa fimm lið í Þýskalandi á níu árum. Það er búinn að vera mjög gaman hérna í Ribe en liðinu hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Að horfa til baka, þá man maður mest eftir landsliðinu og það var alltaf skemmtilegast. Svo pæli ég stundum í því hvað hefði gerst ef ég hefði ekki slitið krossband tvisvar.“ Rúnar segist hafa rætt við þrjú til fjögur lið á Íslandi en heillaðist af kokhraustum Eyjamönnum. „Þeir eru búnir að vera mjög faglegir í öllum samningaviðræðum. Þeir komu seinastir inn í þetta en voru metnaðarfullir og flottir. Þeir eru kokhraustir og mér fannst mjög töff að heyra þá lýsa kúlturnum sem þeir eru búnir að búa til. Mér lýst vel mjög á þeirra áætlanir. Að vera í Vestmannaeyjum er kannski líkara atvinnumannalífi. Það er aðeins minna að gera og maður er ekki að keyra út um allan bæ; krakkana á æfingu og hitt þetta. Það er aðeins rólegra líf og aðeins líkara en því sem maður þekki. Það er hlutir,“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla ÍBV Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Rúnar hefur leikið í tólf ár í Danmörku en þegar Vísir sló á þráðinn til hans fyrr í dag var hann nýbúinn að sýna húsið sitt, því það sé nú til sölu, vegna flutninganna heim til Íslands. Það lá beinast við að spyrja Rúnar af hverju hann væri á heimleið, eftir frábært tímabil í Danmörku. „Ég var að hugsa þetta í COVID í fyrra — fyrir ári síðan. Allt var lokað í Danmörku og maður var að horfa á Jordan á Netflix; The Last Dance. Ég fór þá að hugsa að maður er búinn að vera tólf ár í útlöndum og ég fór að spá hvað væri mikið eftir af þessu. Ég hugsaði að þetta væri kannski síðasta tímabilið úti. Ekki að ég sé að setja mig í sömu dýrlingatölu og Jordan en það var mótivering í gegnum fjögurra eða fimm mánaða pásu þarna þar sem ég hélt vel á spöðunum,“ sagði Rúnar við Vísi í dag. Hann hefur farið mikinn á leiktíðinni, eins og áður segir. „Svo núna í haust þá fór ég að finna það að þetta væri eitthvað sem ég væri tilbúinn að íhuga að alvöru. Svo vorum við konan á því að við vildum ekki flytja erlendis. Ef við fengjum þetta ekki til að ganga upp héðan í Esbjerg þá vildum við fara heim. Við erum með tvö börn á skólaaldri og okkur langaði að gefa þeim einhverskonar festu. Að það sé ekki alltaf að vera draga þau á milli landa eða landshluta. Þeir eru að draga saman seglin hérna í Ribe en það voru möguleikar í Danmörku. Það fjaraði út og okkur langaði bara fara heim. Konan er búin að mennta sig og þetta var góður tímapunktur að setja punktinn yfir i-ið og koma heim.“ Rúnar segir einnig að ein af ástæðunum fyrir því að hann vilji koma heim núna er að honum langi að spila á Íslandi og gera einhverja hluti. Ekki bara vera með. Áhugi frá meisturum síðustu tveggja ára „Ég man þegar ég var lítill að mér fannst geggjað að leikmenn komu heim úr atvinnumennsku og spila. Ég vildi líka gera það og maður þarf að finna áskoranir og mér fannst þetta ein skemmtilegasta áskorunin. Að koma heim og vera góður heima. Ég vil gera það. Ég vil ekki koma heim og vera „burnout“. Ég er að spila mitt besta tímabil núna.“ Hann segir að það hafi félög í Danmörku sýnt sér áhuga, þar á meðal dönsku meistararnir síðustu tveggja ára, en segir að hann hafi enn fremur lokað mörgum gluggum fyrir umboðsmann sinn er hann leitaði af nýju liði fyrir Rúnar. „Það var alveg topplið í Danmörku að sýna áhuga en það strandaði á peningahliðinni. Ég var ekki tilbúinn að fara niður í launum og það er ekkert sérstaklega stórt budget fyrir utan eitt lið. Ég ræddi við Álaborg en það fór aldrei neitt meira en áhugi. Ég er búinn að vera erfiður við umboðsmanninn. Ég vildi ekki aftur til Þýskalands, heldur ekki Frakklands og ég lokaði mörgum gluggum. Ég var búinn að gera honum þetta erfitt fyrir en við erum líka búinn að vera tólf ár úti. Það er slatti. Maður er kominn með smá heimþrá eftir að það var svo erfitt að ferðast á milli landa. Manni langar að vera nær fjölskyldunni,“ en hvernig horfir hann til baka á þessi tólf ár í atvinnumennsku? Landsliðið skilur eftir stærstu minningarnar „Það eru fullt af góðum tímum og maður er búinn að prufa fimm lið í Þýskalandi á níu árum. Það er búinn að vera mjög gaman hérna í Ribe en liðinu hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Að horfa til baka, þá man maður mest eftir landsliðinu og það var alltaf skemmtilegast. Svo pæli ég stundum í því hvað hefði gerst ef ég hefði ekki slitið krossband tvisvar.“ Rúnar segist hafa rætt við þrjú til fjögur lið á Íslandi en heillaðist af kokhraustum Eyjamönnum. „Þeir eru búnir að vera mjög faglegir í öllum samningaviðræðum. Þeir komu seinastir inn í þetta en voru metnaðarfullir og flottir. Þeir eru kokhraustir og mér fannst mjög töff að heyra þá lýsa kúlturnum sem þeir eru búnir að búa til. Mér lýst vel mjög á þeirra áætlanir. Að vera í Vestmannaeyjum er kannski líkara atvinnumannalífi. Það er aðeins minna að gera og maður er ekki að keyra út um allan bæ; krakkana á æfingu og hitt þetta. Það er aðeins rólegra líf og aðeins líkara en því sem maður þekki. Það er hlutir,“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti