Rifjar upp hjólaferð yfir Sprengisand meira en sextíu árum síðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 20:00 Ron Bartle og félagar með hjól sín og búnað á hálendi Íslands árið 1958. Í haugnum sést meðal annars gúmmíbáturinn sem þeir notuðu til þess að þvera óbrúaðar ár á leiðinni yfir Sprengisand. Myndin var notuð með sérstöku leyfi hjólreiðaklúbbsins Rough Stuff Fellowship (https://www.instagram.com/rsfarchive/] á Bretlandi. Rough Stuff Fellowship Áratugum áður en Ísland varð að vinsælum áfangastað erlends útivistarfólks hjóluðu Bretinn Ron Bartle og þrír förunautar hans þvert yfir hálendið á sjötta áratug síðustu aldar. Bartle, sem er nú á níræðisaldri, rifjar upp svaðilförina í nýrri stuttmynd kvikmyndagerðarmanns sem reyndi að feta í hjólspor hans. „Þetta var nánast eins og eyðimörk, söndug eyðimörk, eldfjallaaska og grjót. Það voru engir alvöru vegir, enginn bjó í miðju landinu. Frekar afskekkt. Það var alltaf kalt, blautt og hvasst. Þetta var erfitt á köflum en það voru einnig góðar stundir. Þetta er áskorun sem maður verður að sigrast á,“ segir Bartle um reynsluna af því að hjóla yfir Sprengisand árið 1958 í stuttmyndinni „Því fjær, því betra“ [e. The further away, the better]. Myndina gerði breski ljósmyndarinn George Marshall eftir að hann gerði sjálfur misheppnaða tilraun til þess að hjóla yfir Sprengisand árið 2015. Marshall og félagi hans þurftu frá að hverfa þegar þeir lentu í fárviðri á leiðinni. Þegar Marshall kom heim til Bretlands var honum sagt frá ferðalagi Bartle og félaga í hjólreiðaklúbbnum Rough Stuff Fellowship til Íslands árið 1958. Sú ferð varð Marshall innblástur til að reyna aftur árið 2019 enda máttu Bartle og félagar yfirstíga enn stærri hindranir rúmum sextíu árum fyrr. Í flauelsbuxum með kex og mjólk í nesti Í kjölfar vel heppnaðrar ferðar Marshall yfir Sprengisand fyrir tveimur árum ákvað hann að taka viðtal við Bartle um Íslandsförina og gera úr því stuttmynd með myndefni úr ferðalögum þeirra beggja. Bartle, sem hjólar enn vikulega þrátt fyrir að vera orðinn 86 ára gamall, mundi enn eftir reisunni í smáatriðum. Bartle og félagar sigldu fjögurra daga leið í stórsjó frá Bretlandi til Reykjavíkur. Ætlun þeirra var að hjóla Sprengisandsleið norður til Akureyrar. Hann ætlar að þeir félagarnir hafi verið tíu daga úti í óbyggðum, nestaðir mjólk og kexi sem þeir keyptu í Reykjavík og klæddir í rifflaðar flauelsbuxur og baðmullarjakka. „Við þurftum að ýta hjólunum meira en þrjá kílómetra í gegnum stórgrýti bara eftir áttavita. Eins langt og augað eygði var ekkert nema hraungrýti,“ segir Bartle. Þeim tókst ætlunarverkið og töldu þeir sig fyrstu mennina til þess að hjóla yfir Sprengisand. Félagi Bartle skrifaði um ferðina í tímarit fjallahjólreiðaáhugamanna á Bretlandi en þá gaf sig fram maður að nafni Horace Dall og sagðist hafa farið Sprengisandsleiðina einn árið 1933, aldarfjórðungi áður en Bartle og félagar gerðu það. Ron Bartle er enn sprækur þó að hann sé hátt á níræðisaldri.George Marshall „Hann var ekki með neitt tjald, hann svaf úti á næturnar í svefnpoka. Hann gat varla hjólað, hann þurfti að ýta hjólinu nærri því alla leiðina. Þegar hann kom að bóndabæ á norðurlandi man bóndinn eftir því að hann var í jakkafötum og pússuðum skóm eins og hann hefði verið í atvinnuviðtali í Reykjavík,“ segir Bartle um för Dall yfir íslenska hálendið. Bartle segir að Dall hafi þó fengið aðstoð heimamanna við að komast yfir stærstu árnar á leiðinni yfir hálendið. Hann og ferðafélagar hans fóru aftur á móti sjálfir yfir árnar á gúmmíbáti sem þeir höfðu meðferðis. Lítur hann því svo á að þeir hafi verið fyrstir til að fara yfir Sprengisand óstuddir. „Við þurftum að fara nokkrar ferðir fram og til baka, með eina tösku í einu. Þetta tók nokkrar klukkustundir,“ segir hjólreiðagarpurinn. Frá seinni atlögu Marshall (til vinstri) að Sprengisandsleiðinni árið 2019.George Marshall Kjarni ferðalagsins óbreyttur Marshall segir ekki spurningu um að ferðalag Bartle og félaga hafi verið erfiðara en hans eigin árið 2015 og 2019. „Hjól, tjöld, svefnpokar, kamínur, fatnaður og matur, þetta er allt orðið verulega léttara,“ segir hann í viðtali við vefsíðuna Bikepacking. Mestu muni þó líklega um veginn. Nú til dags sé grófur jeppavegur yfir Sprengisand og búið sé að brúa flestar helstu ár á leiðinni. Bartle og félagar hafi aftur á móti þurft að fara yfir hraun og stórgrýti á löngum köflum auk þess að þurfa að burðast með uppblásinn bát til að komast yfir árnar. Þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa orðið á áratugunum sem skilja að ferðir þeirra Bartle segir Marshall að kjarni ferðalags þeirra sé sá sami. „Víðfeðmt landslagið kallar enn upp sömu tilfinningarnar, aðdáun og frið og það gerði fyrir áratugum. Sjóndeildarhringurinn er sá sami, árnar eru enn kaldar. Ég kann að meta þá hugmynd að allir þeir sem hafa farið þessa leið upplifa sömu þögn á morgnana í eyðimörkinni,“ segir Marshall. Bartle, sem er annar tveggja eftirlifandi leiðangursmanna, segir öll vandamál gleymast þegar maður er á hjólinu. Hjólreiðar herði menn. „Sama hversu erfiðir hlutirnir eru, ekki gefast upp. Hlutirnir batna alltaf á endanum, kannski ekki strax þann dag en kannski daginn á eftir,“ segir hann í myndinni. Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Bretland Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið
„Þetta var nánast eins og eyðimörk, söndug eyðimörk, eldfjallaaska og grjót. Það voru engir alvöru vegir, enginn bjó í miðju landinu. Frekar afskekkt. Það var alltaf kalt, blautt og hvasst. Þetta var erfitt á köflum en það voru einnig góðar stundir. Þetta er áskorun sem maður verður að sigrast á,“ segir Bartle um reynsluna af því að hjóla yfir Sprengisand árið 1958 í stuttmyndinni „Því fjær, því betra“ [e. The further away, the better]. Myndina gerði breski ljósmyndarinn George Marshall eftir að hann gerði sjálfur misheppnaða tilraun til þess að hjóla yfir Sprengisand árið 2015. Marshall og félagi hans þurftu frá að hverfa þegar þeir lentu í fárviðri á leiðinni. Þegar Marshall kom heim til Bretlands var honum sagt frá ferðalagi Bartle og félaga í hjólreiðaklúbbnum Rough Stuff Fellowship til Íslands árið 1958. Sú ferð varð Marshall innblástur til að reyna aftur árið 2019 enda máttu Bartle og félagar yfirstíga enn stærri hindranir rúmum sextíu árum fyrr. Í flauelsbuxum með kex og mjólk í nesti Í kjölfar vel heppnaðrar ferðar Marshall yfir Sprengisand fyrir tveimur árum ákvað hann að taka viðtal við Bartle um Íslandsförina og gera úr því stuttmynd með myndefni úr ferðalögum þeirra beggja. Bartle, sem hjólar enn vikulega þrátt fyrir að vera orðinn 86 ára gamall, mundi enn eftir reisunni í smáatriðum. Bartle og félagar sigldu fjögurra daga leið í stórsjó frá Bretlandi til Reykjavíkur. Ætlun þeirra var að hjóla Sprengisandsleið norður til Akureyrar. Hann ætlar að þeir félagarnir hafi verið tíu daga úti í óbyggðum, nestaðir mjólk og kexi sem þeir keyptu í Reykjavík og klæddir í rifflaðar flauelsbuxur og baðmullarjakka. „Við þurftum að ýta hjólunum meira en þrjá kílómetra í gegnum stórgrýti bara eftir áttavita. Eins langt og augað eygði var ekkert nema hraungrýti,“ segir Bartle. Þeim tókst ætlunarverkið og töldu þeir sig fyrstu mennina til þess að hjóla yfir Sprengisand. Félagi Bartle skrifaði um ferðina í tímarit fjallahjólreiðaáhugamanna á Bretlandi en þá gaf sig fram maður að nafni Horace Dall og sagðist hafa farið Sprengisandsleiðina einn árið 1933, aldarfjórðungi áður en Bartle og félagar gerðu það. Ron Bartle er enn sprækur þó að hann sé hátt á níræðisaldri.George Marshall „Hann var ekki með neitt tjald, hann svaf úti á næturnar í svefnpoka. Hann gat varla hjólað, hann þurfti að ýta hjólinu nærri því alla leiðina. Þegar hann kom að bóndabæ á norðurlandi man bóndinn eftir því að hann var í jakkafötum og pússuðum skóm eins og hann hefði verið í atvinnuviðtali í Reykjavík,“ segir Bartle um för Dall yfir íslenska hálendið. Bartle segir að Dall hafi þó fengið aðstoð heimamanna við að komast yfir stærstu árnar á leiðinni yfir hálendið. Hann og ferðafélagar hans fóru aftur á móti sjálfir yfir árnar á gúmmíbáti sem þeir höfðu meðferðis. Lítur hann því svo á að þeir hafi verið fyrstir til að fara yfir Sprengisand óstuddir. „Við þurftum að fara nokkrar ferðir fram og til baka, með eina tösku í einu. Þetta tók nokkrar klukkustundir,“ segir hjólreiðagarpurinn. Frá seinni atlögu Marshall (til vinstri) að Sprengisandsleiðinni árið 2019.George Marshall Kjarni ferðalagsins óbreyttur Marshall segir ekki spurningu um að ferðalag Bartle og félaga hafi verið erfiðara en hans eigin árið 2015 og 2019. „Hjól, tjöld, svefnpokar, kamínur, fatnaður og matur, þetta er allt orðið verulega léttara,“ segir hann í viðtali við vefsíðuna Bikepacking. Mestu muni þó líklega um veginn. Nú til dags sé grófur jeppavegur yfir Sprengisand og búið sé að brúa flestar helstu ár á leiðinni. Bartle og félagar hafi aftur á móti þurft að fara yfir hraun og stórgrýti á löngum köflum auk þess að þurfa að burðast með uppblásinn bát til að komast yfir árnar. Þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa orðið á áratugunum sem skilja að ferðir þeirra Bartle segir Marshall að kjarni ferðalags þeirra sé sá sami. „Víðfeðmt landslagið kallar enn upp sömu tilfinningarnar, aðdáun og frið og það gerði fyrir áratugum. Sjóndeildarhringurinn er sá sami, árnar eru enn kaldar. Ég kann að meta þá hugmynd að allir þeir sem hafa farið þessa leið upplifa sömu þögn á morgnana í eyðimörkinni,“ segir Marshall. Bartle, sem er annar tveggja eftirlifandi leiðangursmanna, segir öll vandamál gleymast þegar maður er á hjólinu. Hjólreiðar herði menn. „Sama hversu erfiðir hlutirnir eru, ekki gefast upp. Hlutirnir batna alltaf á endanum, kannski ekki strax þann dag en kannski daginn á eftir,“ segir hann í myndinni.
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Bretland Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið