„Þeim leið illa í 60 mínútur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:02 Arnar Daði var vonsvikinn eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var að vonum svekktum með frammstöðu sinna manna eftir tap á móti Haukum í kvöld. Lokatölur leiksins 27-15. „Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Þetta eru vonbrigði og við vorum skömmustulegir. Þetta var ekki falleg sjón að horfa á og upplifa. Haukarnir voru frábærir og komu sterkir til baka eftir erfiða leiki undanfarið, þeir drógu úr okkur vígtennurnar þegar þeir fóru að spila 7 á 6 og það er eins og menn hafi fengið sjokk þegar þeir lentu í því,“ sagði Arnar Daði í leikslok. Leikurinn byrjaði jafn og var lítið skorað á fyrstu mínútunum en Haukar settu í 5. gír og eftir um 10 mínútur var þetta eltingaleikur það sem eftir lifði leiks. Grótta vann Selfoss í síðasta leik og fyrir þennan leik var Arnar spurður hvort hann ætlaði að fara að ráðum Basta, varðandi að sama taktík virkar á Hauka og Selfoss. „Haukarnir voru í 7 á 6 allan tímann. Við reyndum bæði 6-0 og 5-1. Sú taktík hefði ekkert verið skárri. Þetta er bara erfitt að spila á móti Haukum, sem eru í 7 á 6 og svo var ekki mikið að detta hjá okkur sóknarlega. Það segir sig sjálft við skorum 15 mörk. Við vörðumst og reyndum okkar besta en það var langt því frá að vera nóg í dag.“ Í fyrri hálfleik kom kafli þar sem Grótta skoraði ekki í 10 mínútur og virtust þeir ekki sjá til sólar. „Áræðni er ágætis lýsingarorð sem við erum að nota á strákana. Þessi leikur minnti á einn gamlan leik þar sem við skorum bara 17 mörk. Ég var búin að tala við strákana fyrir leik og vildi meina að þeim ætti að líða vel eftir að hafa unnið Fram og Selfoss í síðastu leikjum en þetta snérist að þeim ætti ekki að líða alltof vel. Það var ekki að sjá að þeim leið vel. Þeim leið illa í 60 mínútur.“ Grótta sækir Stjörnuna heim í næstu umferð og verður það krefjandi leikur þar sem Patrekur, þjálfari Stjörnunar hefur einnig verið að vinna með 7 á 6. „Bidd þú fyrir þér, Stjarnan var í 6 á 7 á móti Selfoss, Patti horfir á þennan leik og hugsar ,,djöfulsins veisla sem þetta verður á föstudaginn“ þannig ég þarf aldeilsi að fara yfir það hvernig við ætlum að spila vörn á móti 7 á 6, því eftir þetta hlítur Patti að fara fá veislu á föstudaginn,“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira