„Ekki orðinn þreyttur á leikjaálaginu enda ekki að spila sjálfur” Andri Már Eggertsson skrifar 1. mars 2021 22:11 Snorri hvetur sína menn til dáða í kvöld. vísir/vilhelm Valur vann sterkan sigur á FH í kvöld. Leikurinn var jafn 15 - 15 þegar liðin héldu til hálfleiks. Seinni hálfleikur var frábær í alla staði hjá Val, FH átti fá svör við bæði varnar og sóknarleik Vals sem endaði með 33-26 sigri heimamanna. „Vikan var svolítið sérstök fyrir leik og líklegast ekki eins og ég hefði óskað mér en við gerðum gott úr þessu og rúmlega það sem gleður mig alveg svakalega mikið sem þjálfara,” sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig undirbúningur liðsins var, verandi með 4 lykilmenn ekki á skýrslu. „Ég veit alveg að ég er með góða breidd og það er ástæða fyrir því hvers vegna ég er með menn á bekknum sem geta komið inná og skilað framlagi, ég er þó ekkert að sækjast eftir því að leikmenn séu í banni, meiddir eða veikir.” Leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik en í seinni hálfleik átti Valur frábæran leik og gengu frá FH ingum sem virtust eiga fá svör við því sem Valur var að gera. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn, í seinni hálfleik var margt sem gekk upp, vörnin stóð vel, við fengum varða bolta og var sóknarleikurinn vel smurður.” „Við lærðum mikið af leiknum á móti KA sem við nýttum okkur í kvöld þegar FH fór að minnka niður forskotið okkar.” Mikið hefur verið um að leikmenn deildarinnar séu að lenda í langtíma meiðslum vegna leikjaálags, deildin er spiluð þétt og verður enn þéttari núna á næstunni og velta margir fyrir sér hvort það þurfi breytingar. „Við förum ekki að breyta mótinu frá því sem komið er, þetta var það sem við vissum að myndi liggja fyrir þegar við ræddum um þetta. Ég mótmælti þessu ekki neitt á sínum tíma og fer ég ekki að gera það í dag.” „Meiðsli leikmanna er ekkert til að leika sér með en svona er staðan, mér persónulega finnst þetta fínt enda er ég ekkert að spila svo ég er ekki þreyttur,” sagði Snorri Steinn léttur að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Vikan var svolítið sérstök fyrir leik og líklegast ekki eins og ég hefði óskað mér en við gerðum gott úr þessu og rúmlega það sem gleður mig alveg svakalega mikið sem þjálfara,” sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig undirbúningur liðsins var, verandi með 4 lykilmenn ekki á skýrslu. „Ég veit alveg að ég er með góða breidd og það er ástæða fyrir því hvers vegna ég er með menn á bekknum sem geta komið inná og skilað framlagi, ég er þó ekkert að sækjast eftir því að leikmenn séu í banni, meiddir eða veikir.” Leikurinn var jafn 15 - 15 í hálfleik en í seinni hálfleik átti Valur frábæran leik og gengu frá FH ingum sem virtust eiga fá svör við því sem Valur var að gera. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn, í seinni hálfleik var margt sem gekk upp, vörnin stóð vel, við fengum varða bolta og var sóknarleikurinn vel smurður.” „Við lærðum mikið af leiknum á móti KA sem við nýttum okkur í kvöld þegar FH fór að minnka niður forskotið okkar.” Mikið hefur verið um að leikmenn deildarinnar séu að lenda í langtíma meiðslum vegna leikjaálags, deildin er spiluð þétt og verður enn þéttari núna á næstunni og velta margir fyrir sér hvort það þurfi breytingar. „Við förum ekki að breyta mótinu frá því sem komið er, þetta var það sem við vissum að myndi liggja fyrir þegar við ræddum um þetta. Ég mótmælti þessu ekki neitt á sínum tíma og fer ég ekki að gera það í dag.” „Meiðsli leikmanna er ekkert til að leika sér með en svona er staðan, mér persónulega finnst þetta fínt enda er ég ekkert að spila svo ég er ekki þreyttur,” sagði Snorri Steinn léttur að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira