Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 21:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira