Ísland langefst á lista Riot Games Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 14:59 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi. Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september. Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september.
Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira