Er Íslandspóstur undanþeginn lögum? Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 5. mars 2021 13:00 Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarskipti Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun