Segir mál Lilju vonda lögfræði og enn verri pólitík Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Stöð 2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög við skipan ráðuneytisstjóra var afdráttarlaus um að leikreglur hafi verið brotnar að mati þingmanns Viðreisnar. Í málinu sé vond lögfræði og ennþá verri pólitík. Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs. Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lilja hefur ekki veitt fjölmiðlum kost á viðtali í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að fella úr gildi úrskurð kærunefndar í jafnréttismálum um að hún hafi brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðstoðarmaður Lilju staðfesti þó að ráðherrann ætlaði að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einnkennilegt að Lilja ætlaði að áfrýja málið og sérskennilegt að ráðherrann hefði lagt upp í málareksturinn yfir höfuð í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dómurinn hafi verið skýr, afdráttarlaus og þungur í garð ráðherra. Bæði kærunefnd og dómstólar hafi komið að afdráttarlausri niðurstöðu um að leikreglur hafi verið brotnar við skipan ráðuneytisstjórans. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé vond lögfræði í þessu máli og enn verri pólitík. Hún hefði ekki átt að leggja af stað með þetta en hefur sagt hérna inni í þingsal að hún sé með þessu að standa með sinni sannfæringu. Niðurstaða dómsins í dag er sú að sannfæring hennar stenst ekki skoðun,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Málið í heild telur hún „vondan spegil“ á heilbrigða jafnréttispólitík, að ríkisvaldið fari fram með þesusm hætti gegn einstaklingi sem taldi brotið á rétti sínum. „Mér finnst þetta umhugsunarverð stefna í jafnréttismálum af hálfu stjórnarinnar,“ sagði þingmaðurinn. Ríkið var dæmt til að greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sem kærði skipan í stöðu ráðuneytisstjórans upp á fjórar og hálfa milljón króna. Lilja skipaði Pál í embættið frá 1. desember 2019 en hann var lengi virkur í Framsóknarflokki Lilju og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.
Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20 Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Áfrýjar dómi um brot á jafnréttislögum Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfu hennar um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra yrði ógiltur í dag. 5. mars 2021 19:20
Menntamálaráðherra tapaði í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttisnefndarmála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 5. mars 2021 12:12