Lovísa: Bara jess, áfram Anna! Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2021 18:28 Lovísa Thompson skoraði tíu mörk úr tólf skotum gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Lovísu Thompson eftir sigur Vals á Stjörnunni í dag, 23-30. Lovísa skoraði tíu mörk í leiknum. „Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður dagur og ég er rosalega stolt af stelpunum. Þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi eftir leikinn í Garðabænum. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valskonur voru sterkari í þeim seinni sem þær unnu, 15-10. „Við höfum byrjað marga leiki á hælunum þannig að við vorum staðráðnar í að koma inn í leikinn af fullum krafti og planið gekk upp,“ sagði Lovísa. Valur náði fimm marka forskoti um miðjan seinni hálfleik en Stjarnan kom sér aftur inn í leikinn eftir að hafa skipt yfir í framliggjandi vörn. Lovísu fannst Valskonur leysa hana vel. „Mér fannst það allt í lagi. Mér leið ekkert illa þótt þær hafi náð smá áhlaupi á okkur. Við vorum skynsamar og erum með snögga leikmenn sem eru góðir maður gegn manni og við náðum að leysa þetta vel,“ sagði Lovísa sem skoraði grimmt í byrjun leiks áður en fleiri leikmenn Vals létu að sér kveða. „Handbolti er ekki eins manns leikur þannig að það er mjög gott að vera með gott lið. Við höfum staðið okkur rosalega vel á æfingum og það er gott að sýna það loksins fyrir áhorfendunum okkar og sanna fyrir okkur sjálfum að við erum ekki gerðar úr engu.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék sinn annan leik á tímabilinu í dag eftir að hafa tekið skóna af hillunni. Lovísa er að vonum ánægð með innkomu Önnu Úrsúlu í Valsliðið. „Anna er bara best eins og allir handboltaunnendur vita. Við erum rosalega heppnar að njóta krafta hennar og bara jess, áfram Anna!“ sagði Lovísa að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. 6. mars 2021 18:00