Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 00:44 Keilir og svæðið í kring séð úr lofti. Ragnar Axelsson flaug yfir svæðið í vikunni og tók þessa mynd. RAX Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira