Samþykktu tveggja billjóna efnahagsaðgerðir Bidens vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2021 13:47 Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag. AP/Evan Vucci Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til bregðast við áhrifum faraldursins. Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56
Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48