„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. mars 2021 11:39 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, merkir engan áhuga hjá ráðuneytinu að fjármagna kaup á nýju kerfi fyrir samræmdu prófin. Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27