„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:15 Frá vettvangi slyssins í gær. Aðsend Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins. Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins.
Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent