Íslenski Daninn búinn að jafna sig á HM-vonbrigðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. mars 2021 12:01 Hans Lindberg varð heimsmeistari með Dönum 2019 en fékk ekki tækifæri til að endurtaka leikinn í janúar. getty/Lars Ronbog Hinn íslenskættaði Hans Lindberg segist vera búinn að jafna sig á vonbrigðunum að hafa ekki verið í danska landsliðinu sem varð heimsmeistari í handbolta í Egyptalandi í janúar. Hinn 39 ára Lindberg hefur verið fastamaður í danska landsliðinu um langt árabil. Hann var hins vegar ekki valinn í HM-hóp Dana. Lindberg er nú kominn aftur í danska liðið sem mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022 í þessum mánuði. „Það var eðlilegt að láta óánægju sína í ljós. Það að ég hafi ekki verið valinn sýnir hversu gott liðið er,“ sagði Lindberg og bætti við að allt væri í góðu milli hans og Nikolajs Jacobsen, þjálfara danska liðsins. „Það var engin ástæða til að hreinsa andrúmsloftið. Það var ný reynsla fyrir mig að vera vonsvikinn í janúar en svo þarf ég að sýna að það var röng ákvörðun.“ Lindberg segir að það hafi verið nokkuð auðvelt fyrir sig að fylgjast HM úr sófanum þótt fyrstu leikir Dana á mótinu hafi ekki verið neitt sérstaklega spennandi. „Í þessum fyrstu leikjum slökkti ég oft eftir tuttugu mínútur því þetta var of auðvelt og frekar leiðinlegt. Danir voru of góðir og það var ekki mikil spenna,“ sagði Lindberg. „Annars fylgdist ég með og fagnaði. Ég hugsaði mikið um hvernig ég myndi bregðast við svona stöðu, hvort það yrði erfitt. En það var frekar auðvelt því það eru margir í liðinu sem ég vil að gangi vel.“ Lindberg varð heimsmeistari með Dönum 2019 og Evrópumeistari 2008 og 2012. Hann var svo fimmtándi maður þegar Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar 2016. HM 2021 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Hinn 39 ára Lindberg hefur verið fastamaður í danska landsliðinu um langt árabil. Hann var hins vegar ekki valinn í HM-hóp Dana. Lindberg er nú kominn aftur í danska liðið sem mætir Norður-Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022 í þessum mánuði. „Það var eðlilegt að láta óánægju sína í ljós. Það að ég hafi ekki verið valinn sýnir hversu gott liðið er,“ sagði Lindberg og bætti við að allt væri í góðu milli hans og Nikolajs Jacobsen, þjálfara danska liðsins. „Það var engin ástæða til að hreinsa andrúmsloftið. Það var ný reynsla fyrir mig að vera vonsvikinn í janúar en svo þarf ég að sýna að það var röng ákvörðun.“ Lindberg segir að það hafi verið nokkuð auðvelt fyrir sig að fylgjast HM úr sófanum þótt fyrstu leikir Dana á mótinu hafi ekki verið neitt sérstaklega spennandi. „Í þessum fyrstu leikjum slökkti ég oft eftir tuttugu mínútur því þetta var of auðvelt og frekar leiðinlegt. Danir voru of góðir og það var ekki mikil spenna,“ sagði Lindberg. „Annars fylgdist ég með og fagnaði. Ég hugsaði mikið um hvernig ég myndi bregðast við svona stöðu, hvort það yrði erfitt. En það var frekar auðvelt því það eru margir í liðinu sem ég vil að gangi vel.“ Lindberg varð heimsmeistari með Dönum 2019 og Evrópumeistari 2008 og 2012. Hann var svo fimmtándi maður þegar Danir urðu Ólympíumeistarar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar 2016.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira