Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2021 13:50 Börnin voru í Strætó þegar karlmaðurinn í annarlegu ástandi sparkaði til þeirra. Vísir/Vilhelm Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda. Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira