Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:51 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Olympique Lyon á síðustu leiktíð og hóf þá að leika með liðinu í átta liða úrslitunum. Getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira
Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Sjá meira