Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 16:59 Stjórnvöld í Sádi-Arabíu létu mikið með það þegar þau leyfðu konum að keyra árið 2018. Um sama leyti handtóku þau konur sem höfðu barist fyrir réttindum til að keyra bíl. Þau eru sökuð um að hafa pyntað nokkrar kvennanna. Vísir/EPA Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018. Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð. Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð.
Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira