Draga ekkert undan en ljúga helling Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Björg, Salka og Selma saman á sviðinu. Gaflaraleikhúsið setur á svið sýningu með þeim Sölku Sól Eyfeld, Selmu Björnsdóttur og Björk Jakobsdóttur sem leiða nú saman hryssur sínar í fyrsta sinn. Sýningin heitir Bíddu bara. Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu. Menning Hafnarfjörður Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Verkið fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling, segir í tilkynningu. „Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma).“ Allar eru þær Salka Sól, Selma og Björk þekktar fyrir störf sín í leikhúsi á síðustu árum. Salka Sól sló fyrst í gegn sem söngkona og nú síðast sem Ronja ræningjadóttir. „Hún er ein allra vinsælasta og hæfileikaríkasta listakona landsins um þessar mundir,“ segir í tilkynningu frá Gaflaraleikhúsinu. „Selma Björns hefur verið ástmögur þjóðarinnar frá því hún var í Grease og svo stimplaði hún sig rækilega inn sem stórstjarna í Söngvakeppninni. Hún hefur leikstýrt stórsýningum á borð við Vesalingana á undanförnum árum og leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum en leikur hér sitt stærsta hlutverk til þessa.“ Flestar Grímur „Björk sló rækilega í gegn með einleik sínum Sellófon hér um árið sem var settur upp í 19 löndum víða um heim. Hún hefur síðan þá skrifað og leikstýrt stórsmellum á borð Blakkát og Mömmu klikk! auk þess að vera leikhússtýra Gaflaraleikhússins. Hún snýr loksins aftur á svið sem leikkona í Bíddu bara.“ Þær Salka Sól, Selma og Björk leika sumsé öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja „snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist“. Stallsysturnar skrifa og leika í verkinu en semja auk þess lögin í verkinu í félagi við Karl Olgeirsson. „Gullfalleg og oft á tíðum bráðfyndin lög - og texta.“ Leikstjórn er í höndum Ágústu Skúladóttur, „fyndnasta leikstjóra landsins sem er sá leikstjóri á Íslandi sem hefur hlotið flestar Grímur“. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd í Gaflaraleikhúsinu í fyrsta sinn og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun eins og hann hefur gert í undanförnum sýningum leikhússins. Frumsýning verður þann 9. apríl í Gaflaraleikhúsinu en miðasala er hafin á tix.is og Gaflaraleikhúsinu.
Menning Hafnarfjörður Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira