Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 17:00 Diljá Ýr Zomers í leik gegn Glasgow City í haust í Meistaradeild Evrópu. vísir/vilhelm Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars. Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Í umfjöllun Göteborgs-Posten um Diljá, sem er 19 ára sóknarmaður, segir að hún hafi ákveðið að fylgja kærasta sínum, Valgeiri Lunddal Friðrikssyni, til Gautaborgar. Valgeir gekk um áramótin einmitt einnig til liðs við Häcken frá Val. „Ég vildi flytja hingað með honum. Markmiðið var að finna lið í bænum sem ég gæti spilað með. Hann kannaði málið hjá Häcken og eftir að þeir skoðuðu vídjóklippur spurðu þeir hvort ég vildi æfa með liðinu,“ sagði Diljá við Göteborgs-Posten um síðustu helgi. Liðið sem um ræðir er hvorki meira né minna en ríkjandi Svíþjóðarmeistari. „Hún bara mætti hingað! Ég hafði talað við Martin [Ericsson, yfirmann íþróttamála] og hann sagði að hún kæmi, en ég vissi ekki að hún yrði hér til frambúðar,“ sagði Mats Gren, þjálfari Häcken. Hann fékk fljótt að vita að Diljá ætlaði sér meira: „Hún sagðist vera flutt hingað. Eftir það hélt hún áfram að æfa og hefur litið vel út. Hún er mjög örugg með boltann og hefur mikla hlaupagetu og góðan leikskilning,“ sagði Gren. Titilvörnin hefst sautjánda apríl Æfingarnar hafa gengið svo vel að nú er Diljá orðin leikmaður Häcken, en félagaskipti hennar til Svíþjóðar hafa verið staðfest á vef KSÍ. Diljá hefur þegar komið við sögu í tveimur æfingaleikjum með sínu nýja liði. Diljá lék ellefu leiki í Pepsi Max-deildinni með Val í fyrra. Áður lék hún með Stjörnunni og FH en hún á þegar að baki 50 leiki í efstu deild. Häcken hét áður Kopparbergs/Göteborg og varð Svíþjóðarmeistari á síðsutu leiktíð. Um áramótin var útlit fyrir að liðið yrði lagt niður vegna fjárhagsörðugleika en þess í stað varð það hluti af félaginu Häcken sem fyrir rak karlalið. Fyrsti leikur Häcken í sænsku úrvalsdeildinni verður 17. apríl gegn Hammarby en liðið spilar þrjá bikarleiki nú í mars.
Sænski boltinn Valur Pepsi Max-deild kvenna Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Bronsliðið í Svíþjóð kaupir Valgeir Lunddal Häcken hefur keypt Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið. 28. desember 2020 16:03