Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 11:21 Þóra er ein þekktasta óperusöngkona þjóðarinnar. LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“ Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þóra sendi á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að krafa Þóru á hendur Óperunni hafi ekki náð lágmarksfjárhæð til áfrýjunar, og því hafi Landsréttur þurft að taka tillit til annarra skilyrða varðandi áfrýjunarleyfi. „Landsréttur getur veitt slíkt leyfi ef úrslit málsins hafa verulegt almennt gildi eða varða mikilvæga hagsmuni eða ef ekki er útilokað samkvæmt fyrirliggjandi gögnum að dómi kunni að verða breytt svo að einhverju nemi,“ segir í tilkynningunni. Deila um kjarasamning FÍH Mál Þóru á hendur Óperunni snýst um deilur sem risu milli óperustjóra Íslensku óperunnar og söngvara í sýningunni Brúðkaup Fígarós, sem sýnd var haustið 2019. Söngvarar töldu að kjarasamningur Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) við Óperuna gilti um ráðningu þeirra, en því var óperustjóri ósammála. Vísir fjallaði ítarlega um málið þegar dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. „Ég fagna því að Landsréttur meti það svo að skilyrði séu fyrir veitingu áfrýjunarleyfis í því skyni að fá dóm héraðsdóms frá 8. janúar 2021 endurskoðaðan. Mikilvægir hagsmunir eru í húfi fyrir söngvara auk þess sem málið hefur fordæmisgildi fyrir aðra listamenn og íslenskan vinnumarkað í heild sinni,“ segir í tilkynningu frá Þóru. Lögmaður Þóru er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og fer hann með málið fyrir hennar hönd. Félag íslenskra hljómlistarmanna, Bandalag íslenskra listamanna, Félag íslenskra leikara og Fagfélag klassískra söngvara studdu öll áfrýjunarbeiðnina, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er grundvallarregla á Íslandi að kjarasamningar sem stéttarfélög hafa gert við stofnanir um lágmarkskjör séu virtir. Sú regla hefur verið óumdeild á íslenskum vinnumarkaði í tugi ára. Óhjákvæmilegt er að fá úr því skorið fyrir æðri dómstól hvort þessi réttur sé enn til staðar eða hvort hann hafi verið afnuminn.“
Menning Kjaramál Dómsmál Vinnumarkaður Íslenska óperan Tengdar fréttir Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 „Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22 Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12
„Óperan er alvaldur hér,“ segir formaður FÍH „Það blasir við mér að dómurinn tekur þá afstöðu að þarna hafi verksali og verkkaupi gert með sér samning en við munum skoða það í framhaldinu hvort við áfrýjum þessu,“ segir Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um nýfallinn dóm í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. 12. janúar 2021 21:22
Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ 11. janúar 2021 09:19