Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 21:08 Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Og vonandi aftur 22. maí. Baldur Kristjánsson Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi í maí og munu Daði og Gagnamagnið stíga þar á stokk. Lag þeirra, Think About Things, sem átti að vera framlag okkar til Eurovision í fyrra, varð gríðarlega vinsælt og var Daða víða spáð sigri í keppninni. Hægt er að horfa á frumflutning Daða og Gagnamagnsins á 10 Years í spilaranum hér að neðan. Lagið lék til að mynda lykilhlutverk í netæði, þar sem netverjar dönsuðu við Think About Things í anda Gagnamagnsins. Leikkonan Jennifer Garner var ein þeirra sem tók þátt í æðinu. Þá var Think About Things allt í öllu í fyrsta þættinum af Strictly Come Dancing. 10 Years var lekið á netið á netið í vikunni. Lagið fjallar um samband þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur en þau hafa verið saman í tíu ár. Vegna kórónuveirufaraldursins er ólíklegt að Daði og félagar muni stíga á svið í Rotterdam en keppnin verður ekki framkvæmd með þeim hætti sem við höfum vanist. Forsvarsmenn keppninnar hafa gefið út þrjár sviðsmyndir keppninnar: B, C og D en sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin með hefðbundnu formi. Sviðsmynd B felur í sér nokkuð strangar reglur varðandi fjarlægjatakmarkanir. Sviðsmynd C gengur út á ákveðnar ferðatakmarkanir og líklega verða því engir áhorfendur í sal og minni hópur frá hverju landi. Sviðsmynd D er síðan þannig að hvert atriði er tekið upp fyrir fram í heimalandinu og atriðið einfaldlega sýnt á sjónvarpsskjáum Evrópubúa. Keppnin hefst 18. maí og lýkur 22. maí. Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að Íslendingar keppi á seinna undanúrslitakvöldinu, sem verður 20. maí. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Lagi Daða og Gagnamagnsins lekið á netið Lagi Daða Freys og Gagnamagnsins fyrir Eurovision í Rotterdam í maí hefur verið lekið á netið. Lagið heitir 10 Years og verður flutt á ensku. 10. mars 2021 22:38 Mögnuð upphitun fyrir Eurovision í þættinum Í kvöld er gigg Upphitun fyrir Eurovision er svo sannarlega byrjuð af krafti eins og áhorfendur Stöðvar 2 fóru ekki varhluta af síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 9. mars 2021 15:34 Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. 7. mars 2021 10:01 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi í maí og munu Daði og Gagnamagnið stíga þar á stokk. Lag þeirra, Think About Things, sem átti að vera framlag okkar til Eurovision í fyrra, varð gríðarlega vinsælt og var Daða víða spáð sigri í keppninni. Hægt er að horfa á frumflutning Daða og Gagnamagnsins á 10 Years í spilaranum hér að neðan. Lagið lék til að mynda lykilhlutverk í netæði, þar sem netverjar dönsuðu við Think About Things í anda Gagnamagnsins. Leikkonan Jennifer Garner var ein þeirra sem tók þátt í æðinu. Þá var Think About Things allt í öllu í fyrsta þættinum af Strictly Come Dancing. 10 Years var lekið á netið á netið í vikunni. Lagið fjallar um samband þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur en þau hafa verið saman í tíu ár. Vegna kórónuveirufaraldursins er ólíklegt að Daði og félagar muni stíga á svið í Rotterdam en keppnin verður ekki framkvæmd með þeim hætti sem við höfum vanist. Forsvarsmenn keppninnar hafa gefið út þrjár sviðsmyndir keppninnar: B, C og D en sviðsmynd A var alltaf sú að keppnin yrði haldin með hefðbundnu formi. Sviðsmynd B felur í sér nokkuð strangar reglur varðandi fjarlægjatakmarkanir. Sviðsmynd C gengur út á ákveðnar ferðatakmarkanir og líklega verða því engir áhorfendur í sal og minni hópur frá hverju landi. Sviðsmynd D er síðan þannig að hvert atriði er tekið upp fyrir fram í heimalandinu og atriðið einfaldlega sýnt á sjónvarpsskjáum Evrópubúa. Keppnin hefst 18. maí og lýkur 22. maí. Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að Íslendingar keppi á seinna undanúrslitakvöldinu, sem verður 20. maí.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Lagi Daða og Gagnamagnsins lekið á netið Lagi Daða Freys og Gagnamagnsins fyrir Eurovision í Rotterdam í maí hefur verið lekið á netið. Lagið heitir 10 Years og verður flutt á ensku. 10. mars 2021 22:38 Mögnuð upphitun fyrir Eurovision í þættinum Í kvöld er gigg Upphitun fyrir Eurovision er svo sannarlega byrjuð af krafti eins og áhorfendur Stöðvar 2 fóru ekki varhluta af síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 9. mars 2021 15:34 Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. 7. mars 2021 10:01 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Lagi Daða og Gagnamagnsins lekið á netið Lagi Daða Freys og Gagnamagnsins fyrir Eurovision í Rotterdam í maí hefur verið lekið á netið. Lagið heitir 10 Years og verður flutt á ensku. 10. mars 2021 22:38
Mögnuð upphitun fyrir Eurovision í þættinum Í kvöld er gigg Upphitun fyrir Eurovision er svo sannarlega byrjuð af krafti eins og áhorfendur Stöðvar 2 fóru ekki varhluta af síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 9. mars 2021 15:34
Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. 7. mars 2021 10:01