Ralph Lauren sneri baki við honum og einn af hans nánustu féll frá Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 11:00 Justin Thomas með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið The Players í gær. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA meistaramótið árið 2017. The Players er stundum kallað fimmta risamótið en telst ekki til hinna hefðbundnu fjögurra risamóta hvers tímabils. AP/Gerald Herbert Justin Thomas hafði ekki átt sjö dagana sæla, og það var að hluta til honum sjálfum að kenna, þegar þessi 27 ára Bandaríkjamaður vann The Players meistaramótið í golfi í gær. Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira