Leggja allt sitt traust á gamla gengið gegn óttalausu Atalanta-liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 14:11 Toni Kroos á ferðinni í fyrri leik Real Madrid og Atalanta sem spænska liðið vann, 0-1. getty/Antonio Villalba Sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madrid, er með eins marks forskot fyrir seinni leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum keppninnar og treystir á reynsluna til að komast yfir þann hjalla. Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira