Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira