Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir þrjátíu metrum á sekúndu.
Athugið að veðuraðstæður eru varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er beðið um að sýna aðgát. Gula viðvörunin gildir fram yfir miðnætti á miðvikudag.
Öllu betra veður er í kortunum fyrir austanvert landið en spáð er allt að fimmtán stiga hita á Austfjörðum.